Enski boltinn

City ekki í vandræðum með Bolton | Grétar skoraði sjálfsmark

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Manchester City gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni með 2-0 sigri á Bolton í dag. Grétar Rafn Steinsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í dag.

Grétar Rafn reyndi að komast í veg fyrir skot Gael Clichy með því að skalla boltann frá marki en boltinn hafnaði í netinu. Markið er skráð sem sjálfsmark í öllum helstu fjölmiðlum í Englandi.

Mario Balotelli var í byrjunarliði City í dag þrátt fyrir fréttaflutning The Sun í dag um að hann hafi sótt nektarstað á aðfaranótt föstudags. Balotelli skoraði síðara mark City í leiknu með skoti af stuttu færi.

Roberto Mancini, stjóri City, ákvað að hvíla nokkra lykilmenn í dag en það kom ekki að mikilli sök. City er í efsta sæti deildarinnar með 66 stig en Bolton er í því næstneðsta með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×