Handbolti

Kiel mætir Hamburg í undanúrslitum

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason.
Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, fær heldur betur erfiðan mótherja í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar því þar mætir liðið Þýskalandsmeisturum Hamburgar.

Er óhætt að segja að þar sé stærri leikur undanúrslitanna á ferð því í hinum leiknum mætast Flensburg og Lübbecke.

Undanúrslitin fara fram í Color Line-höllinni í Hamburg þann 5. maí og úrslitaleikurinn er spilaður daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×