Enski boltinn

Dalglish: Gerrard getur náð 100 landsleikjum

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er handviss um að fyrirliðinn sinn, Steven Gerrard, muni ná að spila 100 landsleiki fyrir England.

Einhverjir óttast að Gerrard muni draga sig í hlé frá landsliðinu eftir að litið var fram hjá honum í vali á landsliðsfyrirliða fyrir leikinn gegn Hollandi.

Hermt er að hinn 32 ára miðjumaður muni leggja landsliðsskóna á hilluna eftir EM í sumar. Dalglish er ekki viss um það.

"Hann augljóslega nýtur þess að spila fyrir landsliðið fyrst hann er búinn að gera það 90 sinnum. Ég var eldri en Steven þegar ég lagði landsliðsskóna mína á hilluna og við spiluðum ekki svona marga landsleiki þá," sagði Dalglish.

"Það er mikið afrek að ná 100 leikjum fyrir þjóð sína. Það er eitthvað sem menn geta verið stoltir af. Hann verður samt að taka sína ákvörðun sjálfur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×