Enski boltinn

Landsliðsþjálfari ekki ráðinn fyrr en undir lok tímabilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Horne, framkvæmdarstjóri enska knattspyrnusambandsins.
Alex Horne, framkvæmdarstjóri enska knattspyrnusambandsins. Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið ætlar að bíða þar til í lok tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni með að ráða nýjan landsliðsþjálfara.

Harry Redknapp hefur helst verið orðaður við starfið eftir að Fabio Capello hætti í síðasta mánuði. Hann stendur hins vegar í ströngu með Tottenham þessa dagana.

Alex Horne, framkvæmdarstjóri enska sambandsins, segir að sambandið sé með ákveðna menn í huga en vilji ekki trufla félögin í deildinni.

„Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að margir á þessum lista eru í starfi hjá öðrum og viljum við ekki trufla neinn. Við ætlum að gefa okkur tíma og eigum von á því að ganga frá þessu í lok tímabilsins," sagði Horne við enska fjölmiðla.

EM byrjar í Póllandi og Úkraínu í júní og segir Horne að nýr þjálfari fengi nægan tíma til að undirbúa sig og liðið fyrir mótið. „Það eru allar áætlanir tilbúnar og ekkert sem skortir að því leyti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×