Enski boltinn

Giggs tapar máli sínu gegn The Sun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Skaðabótakröfu Ryan Giggs og Manchester United gagnvart enska götublaðinu The Sun hefur verið hafnað af breskum dómstólum.

Giggs fékk í gegn bann á fjölmiðlaumfjöllun um meint framhjáhald hans og fyrirsætunnar Imogen Thomas í apríl á síðasta ári. Engu að síður hann nafngreindur víða í netheimum, sérstaklega á samskiptavefnum Twitter. The Sun birti frétt um málið og því fór Giggs í mál.

Dómurinn birtir niðurstöðu sína á því að The Sun hafi ekki verið fyrstir til að nefna Giggs á nafn í þessu samhengi heldur hafi þetta verið í umræðunni í netheimum í aðdraganda fréttarinnar.

Fréttin af framhjáhaldi Giggs vakti mikla athygli á sínum tíma en dómurinn hafnaði þeim staðhæfingum Giggs að frétt The Sun hafi orðið til fjölmiðlafárs um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×