Enski boltinn

Gareth Bale tæpur fyrir stórleikinn gegn United

Gareth Bale verður líklega ekki með Tottenham gegn Englandsmeistaraliði Manchester United á sunnudaginn.
Gareth Bale verður líklega ekki með Tottenham gegn Englandsmeistaraliði Manchester United á sunnudaginn. Getty Images / Nordic Photos
Það eru stórleikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og þar má nefna að Tottenham tekur á móti Englandsmeistaraliði Manchester United á sunnudaginn. Tottenham fékk stóran skell s.l. sunnudag gegn Arsenal á útivelli, 5-2 tap var niðurstaðan, og meiðsli lykilmanna setja svip sinn á undirbúninginnn hjá Harry Redknapp knattspyrnustjóra Tottenham.

Gareth Bale meiddist á æfingu fyrir vináttulandsleik Wales gegn liði Kosta-Ríka sem fram fór s.l. miðvikudag. Leikurinn var tileinkaður minningum Gary Speed fyrrum landsliðsmanns Wales sem lést í lok nóvember, en hann var aðeins 42 ára gamall.

Meiðsli Bale eru ekki alvarleg, en hann tognaði í aftanverðum lærvöða. Læknar Tottenham ætla ekki að taka neina áhættu með leikmanninn enda eru þessi meiðsli oft langvinn. Bale gæti verið frá keppni í allt að þrjár vikur en leikmaðurinn sjálfur er mun bjartsýnni en læknateymi liðsins.

Manchester United er í öðru sæti deildarinnar með 61 stig, 2 stigum á eftir Manchester City þegar 12 umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Tottenham er í þriðja sæti með 53 stig.

Tölfræðin er ekki með Tottenham í þessum leik. Man Utd hefur ekki tapað gegn Tottenham í síðustu 25 leikjum. Síðasti sigurleikur Tottenham gegn Man Utd var í maí árið 2001.

Bale hefur skoraði 10 mörk á leiktíðinni í deildarkeppninni og hefur hann verið orðaður við flest stórlið Evrópu – þar á meðal Barcelona á Spáni.

Leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni:

Lau. 3. mar. 12:45 Liverpool - Arsenal

Lau. 3. mar. 15:00 Blackburn - Aston Villa

Lau. 3. mar. 15:00 Man City - Bolton

Lau. 3. mar. 15:00 QPR - Everton

Lau. 3. mar. 15:00 Stoke - Norwich

Lau. 3. mar. 15:00 West Brom - Chelsea

Lau. 3. mar. 15:00 Wigan - Swansea

Sun. 4. mar. 12:00 Newcastle - Sunderland

Sun. 4. mar. 14:50 Fulham - Wolves

Sun. 4. mar. 16:10 Tottenham - Man United


Tengdar fréttir

Rooney verður með gegn Tottenham

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Wayne Rooney verði klár í slaginn fyrir leik liðsins gegn Tottenham á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×