Handbolti

Kári Kristján framlengir við Wetzlar

Kári í eldlínunni.
Kári í eldlínunni.
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Wetzlar. Kári staðfesti það við Vísi.

Óvissa hefur verið með framtíð Kára í nokkurn tíma enda hafa samningaviðræður hans og Wetzlar ekki gengið sem skildi.

Hann var þess utan í viðræðum við önnur félög. Ekkert verður hins vegar af því að hann fari frá Wetzlar í sumar.

Kári hefur staðið sig vel í vetur og skoraði 62 mörk í 18 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×