Viðskipti erlent

Raspberry Pi seldist upp á nokkrum mínútum

Raspberry Pi er á stærð við kreditkort.
Raspberry Pi er á stærð við kreditkort.
Tölvunni Raspberry Pi var tekið með opnum örmum þegar hún fór í almenna sölu í gær. Hún seldist upp á nokkrum mínútum og eru framleiðendur hennar í skýjunum.

Raspberry Pi var hönnuð af tölvunarfræðingum frá Bretlandi en þeir vonast til þess að tölvan eigi eftir að ýta undir áhuga ungmenna á forritun.

Tölvan er á stærð við kreditkort. Enginn skjár fylgir með og ekkert lyklaborð. Hún kostar 25 dollara eða um 3.000 krónur.

Tölvan verður ekki framleidd í miklu magni og vilja framleiðendur hennar frekar taka við pöntunum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×