Innlent

Jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Boði Logason skrifar
Jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu um klukkan hálf eitt í nótt. Upptök skjálftans voru í grennd við Helgafell, fyrir ofan Hafnarfjörð. Skjálftinn var af stærðinni 3,2 á Richter og var hann á 3,8 kílómetra dýpi. Fyrr í kvöld mældust skjálftar á Norðurlandi, NV af Gjögurtá. Frekari upplýsingar um skjálftann sem varð eftir miðnætti liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×