Þóra stendur við umfjöllun Nýs lífs 16. mars 2012 17:16 Þóra Tómasdóttir. „Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. Þóra segir að ekkert mat hafi verið lagt á sannleiksgildi ásakana Guðrúnar en hún kærði Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. „Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins," segir í tilkynningunni. „Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra." „Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum." Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, svaraði umfjöllun Nýs lífs á vefsíðu Jóns í dag. Þar hafnar hún ásökunum sem birtust í tímaritinu að frænka sín, Guðrún Harðardóttir, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreiti strax frá barnsaldri. Hægt er að lesa fréttatilkynningu Þóru Tómasdóttur hér fyrir neðan: Svar við gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram Jón Baldvin Hannibalsson hefur gagnrýnt harkalega vinnubrögð mín við vinnslu greinar sem birtist í síðasta tölublaði Nýs lífs, þar sem fjallað var um bréfaskriftir hans til Guðrúnar Harðardóttur. Jón Baldvin telur mig stunda óheiðarleg vinnubrögð og stinga málsgögnum sem kynnu að vera honum í hag undir stól. Það er ekki rétt. Ríkissaksóknari taldi Jón Baldvin kunna að hafa brotið íslensk lög með kynferðislegum bréfaskrifum til unglingsstúlku. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu ríkissaksóknara var umföllun Nýs lífs unnin. Augljóst er á nýbirtum greinum Jóns Baldvins og Bryndísar að þau telji að afsökunarbeiðni Jóns Baldvins hefði átt að duga Guðrúnu og koma í veg fyrir að hún segði frá málinu opinberlega. Guðrún var hinsvegar annarar skoðunar og taldi málið eiga erindi við almenning. Afsökunarbeiðni Jóns Baldvins til Guðrúnar kemur ekki í veg fyrir að upplýst sé um verknaðinn í Nýju lífi. Jón Baldvin krafðist þess að fá að lesa umfjöllun Nýs lífs áður en hún birtist og að fá að tjá sig í sama tölublaði. Ég varð ekki við þeirri kröfu og taldi ekki rétt að maður sem samkvæmt ríkissaksóknara kynni að hafa brotið lög, fengi að lesa frétt um efnið áður en hún birtist. Ég virði hinsvegar andmælarétt hans fullkomlega og hef kallað eftir viðbrögðum hans við umfjölluninni. Athugasemdir hans og gagnrýni birtist í næsta tölublaði Nýs lífs. Sagt var frá því í umfjöllun Nýs lífs að Guðrún hefði kært Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. Í greininni var ekkert mat lagt á sannleiksgildi ásakananna. Alrangt er að ég hafi kallað Jón Baldvin barnaníðing. Fyrirsögn greinarinnar var „Meint kynferðisbrot Jóns Baldvins" með vísan í kæru á hendur honum fyrir slík brot. Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins. Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra. Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin. Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum.Þóra Tómasdóttirritstjóri Nýs lífs Tengdar fréttir Bryndís Schram: Hef ekki búið með barnaníðing í hálfa öld "Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni.“ 16. mars 2012 09:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í fréttatilkynningu. Hún svarar þar gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram á umfjöllun Nýs lífs um bréfaskrift hans til Guðrúnar Harðardóttur. Þóra segir að ekkert mat hafi verið lagt á sannleiksgildi ásakana Guðrúnar en hún kærði Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. „Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins," segir í tilkynningunni. „Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra." „Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum." Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, svaraði umfjöllun Nýs lífs á vefsíðu Jóns í dag. Þar hafnar hún ásökunum sem birtust í tímaritinu að frænka sín, Guðrún Harðardóttir, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreiti strax frá barnsaldri. Hægt er að lesa fréttatilkynningu Þóru Tómasdóttur hér fyrir neðan: Svar við gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram Jón Baldvin Hannibalsson hefur gagnrýnt harkalega vinnubrögð mín við vinnslu greinar sem birtist í síðasta tölublaði Nýs lífs, þar sem fjallað var um bréfaskriftir hans til Guðrúnar Harðardóttur. Jón Baldvin telur mig stunda óheiðarleg vinnubrögð og stinga málsgögnum sem kynnu að vera honum í hag undir stól. Það er ekki rétt. Ríkissaksóknari taldi Jón Baldvin kunna að hafa brotið íslensk lög með kynferðislegum bréfaskrifum til unglingsstúlku. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu ríkissaksóknara var umföllun Nýs lífs unnin. Augljóst er á nýbirtum greinum Jóns Baldvins og Bryndísar að þau telji að afsökunarbeiðni Jóns Baldvins hefði átt að duga Guðrúnu og koma í veg fyrir að hún segði frá málinu opinberlega. Guðrún var hinsvegar annarar skoðunar og taldi málið eiga erindi við almenning. Afsökunarbeiðni Jóns Baldvins til Guðrúnar kemur ekki í veg fyrir að upplýst sé um verknaðinn í Nýju lífi. Jón Baldvin krafðist þess að fá að lesa umfjöllun Nýs lífs áður en hún birtist og að fá að tjá sig í sama tölublaði. Ég varð ekki við þeirri kröfu og taldi ekki rétt að maður sem samkvæmt ríkissaksóknara kynni að hafa brotið lög, fengi að lesa frétt um efnið áður en hún birtist. Ég virði hinsvegar andmælarétt hans fullkomlega og hef kallað eftir viðbrögðum hans við umfjölluninni. Athugasemdir hans og gagnrýni birtist í næsta tölublaði Nýs lífs. Sagt var frá því í umfjöllun Nýs lífs að Guðrún hefði kært Jón Baldvin fyrir kynferðisbrot. Í greininni var ekkert mat lagt á sannleiksgildi ásakananna. Alrangt er að ég hafi kallað Jón Baldvin barnaníðing. Fyrirsögn greinarinnar var „Meint kynferðisbrot Jóns Baldvins" með vísan í kæru á hendur honum fyrir slík brot. Málið snýst um háttsemi Jóns Baldvins sem sendiherra enda skrifaði hann bréfin á bréfsefni sendiráðsins. Ekki síður varðar það almannahag að upplýsa um málsferðina en augljóst er að hún var tafin af öflum innan utanríkisráðuneytisins, hvort sem það var að frumkvæði Jóns Baldvins eða annarra. Ég stend við hvert orð í umfjöllun Nýs lífs um Jón Baldvin. Kjósi Jón Baldvin að gera mig að sökudólgi í málinu er hann að gera aukaatriði að aðalatriði og beina athyglinni frá eigin gjörðum.Þóra Tómasdóttirritstjóri Nýs lífs
Tengdar fréttir Bryndís Schram: Hef ekki búið með barnaníðing í hálfa öld "Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni.“ 16. mars 2012 09:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bryndís Schram: Hef ekki búið með barnaníðing í hálfa öld "Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni.“ 16. mars 2012 09:32