Félagið Kolvetni stofnað um olíuvinnslu á Drekanum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2012 18:35 Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu. Stjórnina skipa Gunnlaugur Jónsson formaður, Haukur Óskarsson frá Mannviti og Norðmaðurinn Terje Hagevang en eigendur eru Gunnlaugur, Jón Helgi Guðmundsson í BYKO, Terje Hagevang og Verkfræðistofan Mannvit. Þeir Gunnlaugur og Jón Helgi eru hluthafar í breska olíuleitarfélaginu Valiant og einnig kanadíska félaginu Athabasca Oil Sands og áttu áður í norska félaginu Sagex, sem sameinaðist Valiant í fyrra. Þátttaka jarðfræðingsins Terje Hagevangs í íslenska félaginu gefur því mikinn styrk en hann hóf rannsóknir á olíujarðfræði Jan Mayen-svæðisins fyrir meira en þrjátíu árum og hefur áætlað að það geymi álíka miklar olíu- og gaslindir og Noregshaf. Terje stýrði áður Sagex og er nú forstjóri Noregsdeildar Valiant-olíufélagsins. Gunnlaugur segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að markmiðið sé að Íslendingar byggi upp eigin olíuiðnað. Það hafi reynst Norðmönnum mikil blessun að hafa fundið olíu hjá sér og menn voni að slíkt gerist einnig á Íslandi. Hann segir Verkfræðistofuna Mannvit hafa einna mesta þekkingu á olíugeiranum á Íslandi, bæði hvað varðar jarðfræðina og virðiskeðjuna og þá þjónustu sem þurfi í landi. „Við höldum að Íslendingar eigi að taka beinan þátt í þessu, en ekki bara vera með erlend olíufyrirtæki sem koma og sækja olíuna og borga síðan bara skattinn. Þannig við við viljum byggja sem mest upp á Íslandi," segir Gunnlaugur. Hann kveðst ekki mega gefa upp að sinni hvaða erlent olíufélag verður í samstarfi við Kolvetni ehf. um Drekaumsókn á mánudag en segir það gott og traust félag með reynslu af olíuleit. Það framleiði einnig olíu og sé fjárhagslega sterkt. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu. Stjórnina skipa Gunnlaugur Jónsson formaður, Haukur Óskarsson frá Mannviti og Norðmaðurinn Terje Hagevang en eigendur eru Gunnlaugur, Jón Helgi Guðmundsson í BYKO, Terje Hagevang og Verkfræðistofan Mannvit. Þeir Gunnlaugur og Jón Helgi eru hluthafar í breska olíuleitarfélaginu Valiant og einnig kanadíska félaginu Athabasca Oil Sands og áttu áður í norska félaginu Sagex, sem sameinaðist Valiant í fyrra. Þátttaka jarðfræðingsins Terje Hagevangs í íslenska félaginu gefur því mikinn styrk en hann hóf rannsóknir á olíujarðfræði Jan Mayen-svæðisins fyrir meira en þrjátíu árum og hefur áætlað að það geymi álíka miklar olíu- og gaslindir og Noregshaf. Terje stýrði áður Sagex og er nú forstjóri Noregsdeildar Valiant-olíufélagsins. Gunnlaugur segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að markmiðið sé að Íslendingar byggi upp eigin olíuiðnað. Það hafi reynst Norðmönnum mikil blessun að hafa fundið olíu hjá sér og menn voni að slíkt gerist einnig á Íslandi. Hann segir Verkfræðistofuna Mannvit hafa einna mesta þekkingu á olíugeiranum á Íslandi, bæði hvað varðar jarðfræðina og virðiskeðjuna og þá þjónustu sem þurfi í landi. „Við höldum að Íslendingar eigi að taka beinan þátt í þessu, en ekki bara vera með erlend olíufyrirtæki sem koma og sækja olíuna og borga síðan bara skattinn. Þannig við við viljum byggja sem mest upp á Íslandi," segir Gunnlaugur. Hann kveðst ekki mega gefa upp að sinni hvaða erlent olíufélag verður í samstarfi við Kolvetni ehf. um Drekaumsókn á mánudag en segir það gott og traust félag með reynslu af olíuleit. Það framleiði einnig olíu og sé fjárhagslega sterkt.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira