Reykjavík Fashion Festival hefst á morgun og verður Tískuvaka haldin í Hörpunni og miðbæ Reykjavíkur. Um 60 verslanir munu taka þátt í vökunni og verða þær opnar til klukkan níu annað kvöld.
Almenningi gefst kostur á að taka þátt í tískuhátíðinni og er fólki boðið að heimsækja miðbæinn á morgun.
Rauðar blöðrur og kerti verða fyrir framan þær verslanir sem taka þátt í Tískuvökunni. Þá verður lifandi tónlist utandyra til að skemmta fólki á meðan það gengur á milli verslana.
Einnig verður heimildarmynd um RFF á síðasta ári sýnd í Hörpunni annað kvöld.
Eins og áður segir hefst Reykjavík Fashio Festival á morgun og stendur til 1. apríl.
RFF hefst á morgun - Tískuvaka í miðbænum
