Samskiptasíðan Pinterest hefur vakið mikla athygli undanfarið og hefur Bandaríkjaforseti nú skráð sig á síðuna.
Pinterest opnaði fyrir tveimur árum en er fyrst núna farin að vekja athygli. Milljónir manna hafa skráð sig á síðuna á síðustu vikum og mánuðum.
Tilgangur síðunnar er afar einfaldur. Notendur festa ljósmyndir af veraldarvefnum og fjölskyldualbúmum á stafrænan sýndarvegg og deila þannig áhugamálum sínum og ástríðum með umheiminum.
Um leið og ljósmynd hefur verið fest geta notendur deilt myndinni líkt og á samskiptasíðunni Twitter.
Á vegg Obama má sjá fjölskyldu hans, listaverk og uppskriftir. Um 4.000 manns fylgja Obama á Pinterest.
Það er kosningateymi Obama sem sér um síðuna en hann sækist nú eftir endurkjöri í Bandaríkjunum.
Hægt er að nálgast heimasíðu Pinterest hér.
Obama mættur á Pinterest
