Lífið

Flottir fararstjórar

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal við flotta fararstjóra hjá flugfélaginu WOW air sem stofnaði í dag formlega ferðaskrifstofuna WOW ferðir. Af því tilefni var sett saman skemmtilegt teymi fararstjóra. Þetta er liður í því að efla starfsemi WOW air enn frekar en félagið mun fljúga til 13 borga í Evrópu frá og með byrjun júní.

Fararstjórar WOW ferða verða hinir ástsælu söngvarar Eyvi og Stebbi en þeir munu halda uppi stuðinu í skíðaferðum.

Friðrika Hjördís Geirsdóttir sjónvarpskokkur, betur þekkt sem Rikka, mun vera með „gourmet" matarferðir þar sem falleg héruð Frakklands verða þrædd frá París til Lyon.

Steingrímur Sigurgeirsson einn virtasti vínspekúlant landsins mun sjá um vínsmökkunarferðir og kynna fyrir Íslendingum vínhéruð bæði í Þýskalandi og Frakklandi.

Magnús Ragnarsson leikari mun sjá um spennandi hjólaferðir þar sem hjólað verður frá Þýskalandi til Frakklands og Logi Bergmann Eiðsson mun sjá um golfferðir til Spánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.