Erlent

Mullah Krekar dæmdur í fimm ára fangelsi í Noregi

Mullah Krekar var dæmdur í fimm ára fangelsi.
Mullah Krekar var dæmdur í fimm ára fangelsi. mynd/AP
Dómstólar í Noregi hafa dæmt kúrdann Mullah Krekar í fimm ára fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti.

Mullah stofnaði íslömsku öfgasamtökin Ansar al-Islam en þau hafa aðsetur í Írak.

Ansar al-Islam eru skilgreind af Sameinuðu Þjóðunum og Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök. Mullah flúði til Noregs árið 1991.

Síðustu ár hefur hann haldið því fram að hann hafi rofið öll tengsl við Ansal al-Islanm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×