Lífið

Strembið forsetastarf? - Obama orðinn ansi gráhærður á 3 árum

Á myndinni til vinstri má sjá hvernig Obama leit út þegar hann tók við embætti árið 2009. Og á þeirri til hægri má sjá nýlega mynd af Obama.
Á myndinni til vinstri má sjá hvernig Obama leit út þegar hann tók við embætti árið 2009. Og á þeirri til hægri má sjá nýlega mynd af Obama. mynd/samsett Vísir.is
Hárið á Barack Obama Bandaríkjaforseta hefur gránað ansi hratt líkt og meðfylgjandi myndir sýna. Myndin til vinstri, sem sýnir leiðtogann vel dökkhærðan, var tekin þann 20. janúar árið 2009 þegar hann var settur í embætti forseta. Hin myndin er öllu nýrri, tekin af vel grásprengdum Obama á blaðamannafundi í Rósagarðinum við Hvíta húsið í fyrradag.

Algengt er að hár karlmanna byrji að grána í kringum þrítugt og því hefur Obama, sem verður 51 árs í ágúst, haldið sínum upprunarlega háralit lengur en meðalmaðurinn. Oft er talað um að streita og álag geti flýtt fyrir þessari hrörnun og ef svo reynist rétt má leiða líkur að því að starf Obama síðustu þrjú ár hafi eitthvað með þetta breytta útlit forsetans að gera.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.