Innlent

Úraræninginn sam­þykkti fram­sal frá Sviss

Einn af ræningjunum úr úraráninu sem var lýst eftir.
Einn af ræningjunum úr úraráninu sem var lýst eftir.

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pólskum karlmanni sem var framseldur hingað til lands frá Sviss vegna úraránsins í Michelsen. Maðurinn hefur játað brotið.



Þegar hefur einn maður verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að ráninu. Hinir þrír komust af landi brott í október á síðasta ári eftir að þeir höfðu rænt úrum fyrir yfir 50 milljónir króna. Tveir ræningjanna voru svo handsamaðir í Sviss eftir að íslenska lögreglan lýsti eftir mönnunum í Schengen-upplýsingakerfisins. Sá fjórði er enn í Póllandi og er unnið að því að koma höndum yfir hann.



Athygli vekur að í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hefði samþykkt framsal til Íslands. Framsalið fór fram þann 13. mars síðastliðinn. Var hann svo úrskurðaður í gæsluvarðhald við komuna til landsins vegna rannsóknarhagsmuna.



Enn er unnið að því að fá þriðja manninn framseldan frá Sviss þar sem hann er í haldi lögreglu þar í landi vegna sakamálarannsóknar og ekki verði unnt að yfirheyra hann fyrr en hann verði framseldur eftir u.þ.b. mánuð.



Varðhaldið rennur út 18. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×