Íslenski boltinn

Kallaði andstæðing helvítis negrakúk og var laminn fyrir vikið

Það sauð upp úr í 3. flokks leik á milli KR og Leiknis á dögunum. Leikmaður KR kallaði þá leikmann Leiknis af erlendum uppruna "helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást við með því að ganga í skrokk á KR-ingnum.

Vefsíðan fótbolti.net er með afrit af skýrslu dómara leiksins og eftirfarandi lýsing er í henni.

„Eftir hornspyrnu á 71. mínútu kallar leikmaður nr. 15 hjá KR leikmann nr. 9 hjá Leikni orðrétt „helvítis negrakúk". Í kjölfarið ræðst nr. 9 á nr. 15 með afar ofsafullum hætti og slær hann ítrekað í andlit og höfuð með krepptum hnefa. Nr. 9 stoppar ekki þrátt fyrir tilraunir dómara til að stoppa hann og slær og sparkar í nr. 15 þegar hann liggur á jörðinni."

Aga- og úrskurðarnefnd dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann fyrir kynþáttaníðið en Leiknismaðurinn fékk sex leikja bann fyrir ofbeldið.

Í frétt fótbolta.net kemur fram að Leiknismenn séu afar ósáttir við úrskurðinn. Þeir sætti sig við bann síns leikmanns en finnst KR-ingurinn sleppa vel fyrir kynþáttaniðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×