Fótbolti

Juventus í bikarúrslit eftir framlengdan leik gegn AC Milan

Del Piero fagnar marki sínu í kvöld.
Del Piero fagnar marki sínu í kvöld.
Tvö bestu lið ítalska boltans, Juventus og AC Milan, mættust í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld. Þetta var seinni leikur liðanna en Juventus vann fyrri leikinn á San Siro, 2-1.

Alessandro Del Piero opnaði stórskemmtilegan leik með marki á 28. mínútu en Djamel Mesbah kom spennu í rimmuna er hann jafnaði leikinn skömmu eftir hlé.

Það var síðan Maxi Lopez sem kom Milan í 1-2 níu mínútum fyrir leikslok og tryggði Milan framlengingu.

Juve byrjaði framlenginguna betur og Mirko Vucinic skoraði eftir aðeins sex mínútur af henni. Það reyndist lokamark leiksins og Juventus því komið í úrslitaleikinn.

Juve hefur ekki unnið bikarinn á Ítalíu síðan árið 1995 en fær nú gullið tækifæri. Liðið er þess utan aðeins fjórum stigum á eftir AC Milan í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×