Lífið

Nektarmynd af Madonnu boðin upp

22 ára gömul nektarmynd af söngkonunni Madonnu verður boðin upp í næsta mánuði.
22 ára gömul nektarmynd af söngkonunni Madonnu verður boðin upp í næsta mánuði. Nordicphotos/getty
Áður óbirt nektarmynd af tónlistarkonunni Madonnu verður boðin upp í næsta mánuði. Um er að ræða mynd sem stjörnuljósmyndarinn Steven Meizel tók af Madonnu fyrir bók hennar Sex árið 1990. Á myndinni má sjá söngkonuna liggja í rúmi með sígarettu og hvítt lak fyrir sínu allra heilagasta.

Það er Bonhams í New York sem hefur fengið það verkefni að bjóða myndina upp en gert er ráð fyrir að hún fari á um 50 þúsund dollara sem gera rúmlega sex milljónir íslenskra króna. Madonna var 32 ára gömul þegar myndin var tekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.