Lífið

Þreytt á að tala um kynþokka

Scarlett Johansson er orðin þreytt á að tala um kynþokka sinn.
Scarlett Johansson er orðin þreytt á að tala um kynþokka sinn.
Scarlett Johansson er orðin þreytt á því að tala um kynþokka sinn. Hún segir að útlit sitt tengist því hversu mjúkar línur hún er með.

„Ég hugsa aldrei um þetta, nema þegar ég fær stanslausar spurningar í viðtölum um kynþokka. Ég hef í rauninni ekkert að segja um þessa hluti því mér finnst þeir svo leiðinlegir,“ sagði Johansson, sem leikur njósnarann Svörtu ekkjuna í hasarmyndinni Avengers Assemble.

Hún þurfti að klæðast níðþröngum kattarbúningi í myndinni en vill ekkert tala um kynþokka persónunnar.

„Þessar kvenkyns ofurhetjur nota oft kynþokka sinn í staðinn fyrir að vera hörkutól. Þessar persónur eru kjánalegar. Mín persóna er með dökka fortíð og af hverju ekki að vinna með það?“ sagði hún.

„Þegar ég ræddi við Marvel voru þeir sammála því að það hefði ekki verið til nein góð kvenhetjubíómynd og þeir vildu ekki byggja of mikið á kynþokkanum í þessari mynd.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.