Lífið

Vill hefja sambúð

Jennifer Lawrence vill hefja sambúð með kærasta sínum, breska leikaranum Nicholas Hoult.
Jennifer Lawrence vill hefja sambúð með kærasta sínum, breska leikaranum Nicholas Hoult. nordicphotos/getty
Leikkonan Jennifer Lawrence fær ekki leyfi frá móður sinni til að fara að búa með kærastanum sínum, breska leikaranum Nicholas Hoult. Lawrence óttast að þetta muni hafa slæm áhrif á sambandið ef marka má frétt The Enquirer.

Lawrence, sem er 21 árs, kynntist Hoult, sem er ári eldri, árið 2010 er þau léku saman í kvikmyndinni X-Men: First Class. Hoult er þó líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni About a Boy þar sem hann lék móti Hugh Grant.

„Þau langar mikið til að búa saman en móðir Jennifer er mótfallin því. Henni finnst þau of ung og vill heldur að þau einbeiti sér að vinnu en heimilisrekstri. Jennifer ber mikla virðingu fyrir móður sinni og leitar núna að leið sem allir aðilar geta sætt sig við,“ hafði tímaritið eftir heimildarmanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.