Lífið

Eiginmaður Natalie Portman færði fórnir fyrir fjölskylduna

myndir/cover media
Leikkonan Natalie Portman, 30 ára var mynduð klædd í kamellitaðan rykfrakka með uppsett hárið fyrir utan hótel Plaza Athenee í París í Frakklandi í vikunni.

Þá sótti eiginmaður hennar Benjamin Millepied, leikkonuna með Aleph son þeirra framan á sér í barnapoka í Kaliforníu fyrir helgi.

Eiginmaður hennar er fastráðinn dansari hjá Ballettinum í New York. Hann hefur gefið starf sitt upp á bátinn svo að Natalie geti haldið áfram að leika í kvikmyndum. Hjónin ákváðu eftir að sonurinn fæddist að ekki gengi að báðir foreldrar störfuðu úti og litli drengurinn þeirra yrði alinn upp af fóstrum. Benjamin ákvað að fórna sér fyrir ástina og fjölskylduna og sagði starfi sínu lausu til þess að geta hugsað um litla Aleph.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.