Fótbolti

Elsti stuðningsmaður Inter er níu árum eldri en félagið

Nonna var í heljarinnar stuði í dag.
Nonna var í heljarinnar stuði í dag.
Það var glatt á hjalla í afmælisveislu elsta núlifandi stuðningsmanns Inter sem er níu árum eldri en félagið sjálft.

Konan heitir Nonna Maria og fagnaði 113 ára afmæli sínu í dag. Hún er sem sagt fædd árið 1899 fyrir þá sem eru ekkert sérstakir í stærðfræði.

Maria er afar þekkt meðal stuðningsmanna félagsins og hetja í augum margra. Bæjaryfirvöld héldu mikla afmælisveislu fyrir hana í dag þar sem Bedi Moratti, systir Massimo forseta Inter, mætti með kveðju frá bróður sínum.

Þessi aldna heiðurskona fékk lögreglufylgd í veisluna og aftur heim. Fjöldi manns mætti til að samfagna henni og að sjálfsögðu fékk hún Inter-afmælistertu sem sjá má á myndinni.

Maria var beðin um velja sína uppáhaldsmenn í sögu Inter á tímamótunum og hún segir að þeir Guiseppe Meazza, Sandro Mazzola, Javier Zanetti og Oscar Cordoba sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×