Lífið

Grétu á forsýningunni

Veturhús, ný heimildarmynd eftir Þorstein J. Vilhjálmsson, var forsýnd á Eskifirði á dögunum og í Tjarnarbíói í gær. Myndin verður svo frumsýnd á Stöð 2 á Páskadag.

Samkvæmt aðstandendum myndarinnar var fólk almennt mjög ánægt með myndina og í gærkvöldi, þegar myndin var sýnd í Tjarnarbíói, áttu margir erfitt með hemja tilfinningar sínar og tárfelldu hreinlega af hrifiningu. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Arnar Knútsson, Sturla Pálsson og Steingrímur Wernersson. Þorsteinn Joð er leikstjóri.

Veturhús fjallar um atburði sem gerðust austur á landi í seinni heimstyrjöldinni. Í janúar 1942 lögðu breskir hermenn upp frá Reyðarfirði. Tilgangur ferðarinnar var að æfa hernað í fjalllendi austfjarða. Hópurinn lengi í óvæntum óvini á leiðinni, íslensku vetrarveðri, stormi og ausandi slyddu og rigningu. Þegar liðsforinginn datt og fótbraut sig tvístraðist hópurinn og hermennirnir ráfuðu stefnulausir í myrkrinu.

Hér að ofan má sjá stiklu úr myndinni, en hún er eins og áður sagði, frumsýnd á Stöð 2 á Páskadag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.