Inspired by Iceland lokkaði Easy Jet á klakann Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. apríl 2012 19:08 Carolyn McCall, forstjóri Easy Jet ásamt Steingrími J. Sigfússuni, efnahags- og viðskiptaráðherra, á fundinum á Hótel Borg í morgun. Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands. Easy Jet hóf áætlunarflug til Íslands í vikunni en fyrirtækið hefur þegar selt fimmtán þúsund farseðla. Fyrirtækið ætlar sér ekki að beita hefðbundinni markaðsetningu hér á landi og ætlar alfarið að reiða sig á samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Forstjórinn Carolyn McCall á sér athyglisverðan bakgrunn, en hún er meðal annars lærður kennari, auk þess að vera með próf í stjórnmála- og sagnfræði. Hún kleif metorðastigann hjá útgáfufyrirtæki breska dagblaðsins Guardian áður og endaði sem forstjóri útgáfunnar og söðlaði síðan um og var ráðinn forstjóri Easy Jet. Vöxtur Easy Jet hefur verið ævintýri líkastur en fyrirtækið er orðið tíunda stærsta flugfélag í heiminum. „Við teljum að við bjóðum upp á snögga þjónustu, frá einum stað til annars, með lágt fargjald og frábæra þjónustu. Það er það sem við gerum í Evrópu. Við teljum að í erfiðara efnahagsástandi standi EasyJet sig mjög vel því fólk verður að endurmeta með hvaða flugfélagi það ferðast og hvaða gæði það fær. Við höfum tekið eftir þessu úti um alla Evrópu. Fólk prófar EasyJet, oft í fyrsta skipti, og þegar það hefur gert það fer það ekki aftur til rótgrónu flugfélaganna," segir Carolyn, en hún er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Það er augljóst að Easy Jet hentar ekki öllum. T.d rukkar félagið sérstaklega fyrir töskur og menn keypt sig fremst í röðina á flugvellinum. En af hverju Ísland? „Ég held að það sé ekki spurning að sú staðreynd að þið hafið ríkisstjórn og („Inspired by Iceland") og „Visit Reykjavík", að allir þessi hópar eru mjög framtakssamir í að auglýsa Ísland erlendis. Það er mjög mikilvægt og það hjálpar okkur mikið. Við myndum ekki fara inn á nýja leið ef við hefðum ekki þennan þátt því það er hjálplegt að auglýsa Ísland. Eitt af því sem við vorum að tala um í gær, eftir að hafa séð hluta af þessu fallega landi, og við sáum aðeins smápart af landinu, en það er ótrúlega magnað." Viðtalið við Carolyn í heild sinni þar sem hún ræðir um eins ólíka hluti og Gullfoss og Geysi og áhættustjórnun vegna olíukostnaðar má nú finna hér. Klinkið Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands. Easy Jet hóf áætlunarflug til Íslands í vikunni en fyrirtækið hefur þegar selt fimmtán þúsund farseðla. Fyrirtækið ætlar sér ekki að beita hefðbundinni markaðsetningu hér á landi og ætlar alfarið að reiða sig á samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Forstjórinn Carolyn McCall á sér athyglisverðan bakgrunn, en hún er meðal annars lærður kennari, auk þess að vera með próf í stjórnmála- og sagnfræði. Hún kleif metorðastigann hjá útgáfufyrirtæki breska dagblaðsins Guardian áður og endaði sem forstjóri útgáfunnar og söðlaði síðan um og var ráðinn forstjóri Easy Jet. Vöxtur Easy Jet hefur verið ævintýri líkastur en fyrirtækið er orðið tíunda stærsta flugfélag í heiminum. „Við teljum að við bjóðum upp á snögga þjónustu, frá einum stað til annars, með lágt fargjald og frábæra þjónustu. Það er það sem við gerum í Evrópu. Við teljum að í erfiðara efnahagsástandi standi EasyJet sig mjög vel því fólk verður að endurmeta með hvaða flugfélagi það ferðast og hvaða gæði það fær. Við höfum tekið eftir þessu úti um alla Evrópu. Fólk prófar EasyJet, oft í fyrsta skipti, og þegar það hefur gert það fer það ekki aftur til rótgrónu flugfélaganna," segir Carolyn, en hún er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Það er augljóst að Easy Jet hentar ekki öllum. T.d rukkar félagið sérstaklega fyrir töskur og menn keypt sig fremst í röðina á flugvellinum. En af hverju Ísland? „Ég held að það sé ekki spurning að sú staðreynd að þið hafið ríkisstjórn og („Inspired by Iceland") og „Visit Reykjavík", að allir þessi hópar eru mjög framtakssamir í að auglýsa Ísland erlendis. Það er mjög mikilvægt og það hjálpar okkur mikið. Við myndum ekki fara inn á nýja leið ef við hefðum ekki þennan þátt því það er hjálplegt að auglýsa Ísland. Eitt af því sem við vorum að tala um í gær, eftir að hafa séð hluta af þessu fallega landi, og við sáum aðeins smápart af landinu, en það er ótrúlega magnað." Viðtalið við Carolyn í heild sinni þar sem hún ræðir um eins ólíka hluti og Gullfoss og Geysi og áhættustjórnun vegna olíukostnaðar má nú finna hér.
Klinkið Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira