Fordómar miklir segir transmaður 2. apríl 2012 20:00 Karlmanni sem fæddist í líkama konu var misþyrmt af þremur karlmönnum á skemmtistað um helgina. Transmaður segir fólk í þeirra stöðu hrætt. „Fordómar í garð transfólks krauma undir yfirborðinu." Þetta segir Hafþór Loki Theadórsson, transmaður en vini hans, sem einnig er transmaður var, misþyrmt illilega af þremur mönnum um helgina. Ástæða árásarinnar var sú að mönnunum þótti ekki boðlegt að maðurinn færi inn á karlaklósett inn á skemmtistað. Hafþór telur mildi sé að ekki hafi farið verr. "Þeir börðu hann niður þangað til honum tókst að flýja. Hann fór í leigubíl og útskýrði hvað hefði gerst og var þá tilkynnt af þessum bílstjóraskratta að það væri geðveiki að vera trans," skrifar Hafþór á heimasíðu sína. "Fordómarnir eru miklir og við mætum mótlæti til dæmis á atvinnumarkaði og þegar við leitum að húsnæði og fleiru." segir Hafþór í samtali við fréttastofu. Fórnarlamb árásarinnar ætlar ekki að kæra árásina til að draga ekki athygli að sér og sínum. "Á alþjóðamælikvarða er staðan hér á landi góð. Maður vill mikið telja sér trú um að baráttunni sé að mestu leyti lokið, hér fái samkynhneigðir að gifta sig og hér séu ein hjúskaparlög en undir niðri eru heilmiklir fordómar og meiri en fólk vill viðurkenna. Ég nefni sem dæmi að sömu nótt og árásin varð var samkynhneigðum strák sem ég þekki var meinaður aðgangur inn á skemmtistað," segir Hafþór. Í dag kölluðu Samtökin 78 eftir umburðarlyndi og skilning og stuðningi við transfólk. Um leið skoruðu samtökin á Alþingi að ljúka við lagaúrbætur til handa transfólki. Um þetta skrifar Hafþór einnig á heimasíðu sína. "Eins og staðan er í dag þá er ekki ólöglegt að neita mér um vinnu eða húsnæði. Kynvitund mín er ekki vernduð í íslenskum lögum. Hver sem er má mismuna mér og tala um mig hvernig sem er og ég get ekkert í því gert. Það er löglegt. Þetta er þörf umræða. Við viljum bara vera örugg eins og allir, aðrir en við erum það ekki." Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Karlmanni sem fæddist í líkama konu var misþyrmt af þremur karlmönnum á skemmtistað um helgina. Transmaður segir fólk í þeirra stöðu hrætt. „Fordómar í garð transfólks krauma undir yfirborðinu." Þetta segir Hafþór Loki Theadórsson, transmaður en vini hans, sem einnig er transmaður var, misþyrmt illilega af þremur mönnum um helgina. Ástæða árásarinnar var sú að mönnunum þótti ekki boðlegt að maðurinn færi inn á karlaklósett inn á skemmtistað. Hafþór telur mildi sé að ekki hafi farið verr. "Þeir börðu hann niður þangað til honum tókst að flýja. Hann fór í leigubíl og útskýrði hvað hefði gerst og var þá tilkynnt af þessum bílstjóraskratta að það væri geðveiki að vera trans," skrifar Hafþór á heimasíðu sína. "Fordómarnir eru miklir og við mætum mótlæti til dæmis á atvinnumarkaði og þegar við leitum að húsnæði og fleiru." segir Hafþór í samtali við fréttastofu. Fórnarlamb árásarinnar ætlar ekki að kæra árásina til að draga ekki athygli að sér og sínum. "Á alþjóðamælikvarða er staðan hér á landi góð. Maður vill mikið telja sér trú um að baráttunni sé að mestu leyti lokið, hér fái samkynhneigðir að gifta sig og hér séu ein hjúskaparlög en undir niðri eru heilmiklir fordómar og meiri en fólk vill viðurkenna. Ég nefni sem dæmi að sömu nótt og árásin varð var samkynhneigðum strák sem ég þekki var meinaður aðgangur inn á skemmtistað," segir Hafþór. Í dag kölluðu Samtökin 78 eftir umburðarlyndi og skilning og stuðningi við transfólk. Um leið skoruðu samtökin á Alþingi að ljúka við lagaúrbætur til handa transfólki. Um þetta skrifar Hafþór einnig á heimasíðu sína. "Eins og staðan er í dag þá er ekki ólöglegt að neita mér um vinnu eða húsnæði. Kynvitund mín er ekki vernduð í íslenskum lögum. Hver sem er má mismuna mér og tala um mig hvernig sem er og ég get ekkert í því gert. Það er löglegt. Þetta er þörf umræða. Við viljum bara vera örugg eins og allir, aðrir en við erum það ekki."
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira