Lífið

Dansar fyrir fjölskyldu Jóns Hauks

Einkasafn/Lóreley Sigurjónsdóttir
Lóreley Sigurjónsdóttir alþjóðlegur Zumbakennari ætlar að styrkja unnustu Jóns Hauks Njálssonar sem lést af slysförum um borð í togaranum Sigurbjörgu ÓF í Ísafjarðardjúpi aðeins 24 ára en hann lætur eftir sig unnustu og tvö ung börn, eins og tveggja ára gömul en fjölskyldan er búsett á Ólafsfirði.

Hvernig ætlar þú að styrkja fjölskyldu Jóns Hauks? „Ég ætla að vera með Zumba-tíma 7. apríl klukkan 12:00-13:00 í íþróttahúsinu á Ólafsfirði og það kostar 1500 krónur í tímann. Allur hagnaðurinn rennur óskiptur til fjölskyldu Jóns Hauks," svarar Lóreley sem hvetur alla til að mæta og sýna samhug í verki.

Þá eru öll framlög einnig vel þegin inn á styrktarreikning sem stofnaður var fyrir fjölskyldu Jóns Hauks til að hjálpa fjölskyldunni að koma aftur undir sig fótunum eftir áfallið.

Reikningurinn er stílaður á Erlu Kristínu Jónasdóttur

1127-05-402402

120788-4779








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.