Fótbolti

Markaveisla á Ítalíu | Inter vann Genoa í níu marka leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Milito skorar hér úr vítaspyrnu í dag.
Milito skorar hér úr vítaspyrnu í dag. Mynd. Getty Images
Fjölmargir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag en þar ber helst að nefna magnaðan sigur hjá Inter Milan gegn Genoa en alls voru skoruð níu mörk í leiknum.

Inter komst í 3-0 í leiknum en leikmenn Genoa neituðu að gefast upp og náðu fljótlega að minnka muninn í 3-2 og þannig var staðan í hálfleik. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum skoruðu heimamenn í Inter sitt fjórða mark og eftir það varð róðurinn heldur þungur fyrir Genoa.

Gestirnir minnkuðu samt sem áður aftur muninn nokkrum mínútum síðar úr vítaspyrnu. Diego Milito skoraði því næsta fimmta mark Inter Milan í leiknum og fullkomnaði þrennu sína í leiknum.

Alberto Gilardino skoraði síðan fyrir Genoa þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og niðurstaðan því 5-4 fyrir Inter. Skrautlegur leikur sem bauð uppá allt. Níu mörk, tvö rauð spjöld og fjórar vítaspyrnur.

Roma vann Novara í öðrum markaleik en honum lauk með 5-2 sigri heimamanna. AC Milan er í efsta sæti deildarinnar með 64 stig . Juventus er á eftir þeim með með 59 stig í öðru sæti og Lazio í því þriðja með 51 stig. Stórleikur helgarinnar fer síðan fram í kvöld þegar Juventus og Napoli eigast við.

Úrslit dagsins:

AS Roma - Novara - 5 - 2

Bologna - Palermo - 1 - 3

Cagliari - Atalanta - 2 - 0

Fiorentina - Chievo - 1 - 2

Inter Milan - Genoa - 5 - 4

Lecce - Cesena - 0 - 0

Siena - Udinese - 1 - 0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×