AGS: 3,5 prósent hagvöxtur í heiminum á árinu - 2,4 prósent á Íslandi 17. apríl 2012 14:01 Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár, og spáir nú örlítið meiri hagvexti en áður, 3,5 prósent í stað 3,3 prósent fyrr á árinu. „Aðeins meiri jákvæðni á mörkuðum, og betri fréttir af bandaríska hagkerfinu en áður, skýra þessa breytingu," sagði Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, í tilkynningu vegna spárinnar. Reiknað er með meiri hagvexti í Bretlandi en fyrri spá gerði ráð fyrir, eða 0,8 prósent í stað 0,6 áður. Spá AGS gerir ráð fyrir að efnahagsvandi Grikkja muni dýpka enn frekar, eða að hagkerfið minnki um 1,8 prósent í stað 1,6 prósent í fyrri spá. Áfram er gert ráð fyrir því að BRIC löndin, Brasilía, Rússland, Inland og Kína, muni standa undir stórum hluta hagvaxtar í heiminum á þessu ári. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur hér á landi verði 2,4 prósent á þessu ári, og 2,6 prósent á árinu 2013, eins og áður hefur komið fram í umfjöllun sjóðsins um stöðu mála hér á landi. Eina ríkið í Evrópu sem spáð er að verði með meiri hagvöxt á þessu ári en Ísland er Pólland, en því er spáð að hagvöxtur verði þar 2,6 prósent eftir 4,3 prósent hagvöxt á síðasta ári. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár, og spáir nú örlítið meiri hagvexti en áður, 3,5 prósent í stað 3,3 prósent fyrr á árinu. „Aðeins meiri jákvæðni á mörkuðum, og betri fréttir af bandaríska hagkerfinu en áður, skýra þessa breytingu," sagði Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, í tilkynningu vegna spárinnar. Reiknað er með meiri hagvexti í Bretlandi en fyrri spá gerði ráð fyrir, eða 0,8 prósent í stað 0,6 áður. Spá AGS gerir ráð fyrir að efnahagsvandi Grikkja muni dýpka enn frekar, eða að hagkerfið minnki um 1,8 prósent í stað 1,6 prósent í fyrri spá. Áfram er gert ráð fyrir því að BRIC löndin, Brasilía, Rússland, Inland og Kína, muni standa undir stórum hluta hagvaxtar í heiminum á þessu ári. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur hér á landi verði 2,4 prósent á þessu ári, og 2,6 prósent á árinu 2013, eins og áður hefur komið fram í umfjöllun sjóðsins um stöðu mála hér á landi. Eina ríkið í Evrópu sem spáð er að verði með meiri hagvöxt á þessu ári en Ísland er Pólland, en því er spáð að hagvöxtur verði þar 2,6 prósent eftir 4,3 prósent hagvöxt á síðasta ári.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira