Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2012 15:04 Svavar Vignisson. Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Svavar er þess utan alls ekki sáttur við það hvernig eftirlitsdómari leiksins, Kjartan Steinbach, tók á málinu. "Viðkomandi dómari var ekki fullur og ég sagði það aldrei. Það var engu að síður áfengislykt af öðrum þeirra. Ég bakka ekkert með það og get ekki látið bjóða mér þetta," sagði Svavar ákveðinn. "Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð HSÍ sem hafa verið takmörkuð. Ég hafði samband við HSÍ strax eftir leik og lét þá vita að ég hefði verið með alvarlegar ásakanir eftir leik og bað þá um að athuga þetta. Ég er mjög vandur af virðingu minni og legg bæði orðspor mitt og virðingu undir þessi orð. Mér fannst allt of lítið gert til að staðfesta þessi orð mín og eftir stend ég með orðin tóm. "Kjartan sagðist hafa farið niður í klefa til dómara og rætt við þá eftir leikinn. Hann sagðist þá ekki hafa fundið neina lykt. Ég spurði þá hvort hann hefði látið dómarana blása framan í sig. Það gerði hann ekki og það er ég mjög ósáttur við. Þetta voru það alvarlegar ásakanir hjá mér að þetta mál hefði þurft að klára á staðnum. "Ég bað Kjartan því um að koma með mér í klefann þar sem viðkomandi dómari myndi blása framan í okkur báða því ég vildi fá þetta staðfest. Þá sagði hann að dómarinn væri farinn úr húsinu. Ég bað Kjartan um að hringja í hann og biðja hann að koma til baka. Kjartan sagðist þá ekki verið með símanúmerið hans. Þar með komst málið ekki lengra en ég stend samt við mín orð." Svavar er lögreglumaður og forvarnarfulltrúi í Vestmannaeyjum og segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika orða sinna. "Fólk hér í Eyjum veit að ég bulla ekki með svona. Ég er búinn að vera í lögreglunni lengi og veit hvað það er að bera rangar sakargiftir á fólk. Það er ég ekki að gera. Mér finnst grátlegt að þetta mál hafi ekki verið unnið á faglegri hátt." Oddaleikur ÍBV og Gróttu fer fram í Eyjum í kvöld og þann leik mun eitt besta dómarapar landsins - Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson - dæma. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. Svavar er þess utan alls ekki sáttur við það hvernig eftirlitsdómari leiksins, Kjartan Steinbach, tók á málinu. "Viðkomandi dómari var ekki fullur og ég sagði það aldrei. Það var engu að síður áfengislykt af öðrum þeirra. Ég bakka ekkert með það og get ekki látið bjóða mér þetta," sagði Svavar ákveðinn. "Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð HSÍ sem hafa verið takmörkuð. Ég hafði samband við HSÍ strax eftir leik og lét þá vita að ég hefði verið með alvarlegar ásakanir eftir leik og bað þá um að athuga þetta. Ég er mjög vandur af virðingu minni og legg bæði orðspor mitt og virðingu undir þessi orð. Mér fannst allt of lítið gert til að staðfesta þessi orð mín og eftir stend ég með orðin tóm. "Kjartan sagðist hafa farið niður í klefa til dómara og rætt við þá eftir leikinn. Hann sagðist þá ekki hafa fundið neina lykt. Ég spurði þá hvort hann hefði látið dómarana blása framan í sig. Það gerði hann ekki og það er ég mjög ósáttur við. Þetta voru það alvarlegar ásakanir hjá mér að þetta mál hefði þurft að klára á staðnum. "Ég bað Kjartan því um að koma með mér í klefann þar sem viðkomandi dómari myndi blása framan í okkur báða því ég vildi fá þetta staðfest. Þá sagði hann að dómarinn væri farinn úr húsinu. Ég bað Kjartan um að hringja í hann og biðja hann að koma til baka. Kjartan sagðist þá ekki verið með símanúmerið hans. Þar með komst málið ekki lengra en ég stend samt við mín orð." Svavar er lögreglumaður og forvarnarfulltrúi í Vestmannaeyjum og segist gera sér fulla grein fyrir alvarleika orða sinna. "Fólk hér í Eyjum veit að ég bulla ekki með svona. Ég er búinn að vera í lögreglunni lengi og veit hvað það er að bera rangar sakargiftir á fólk. Það er ég ekki að gera. Mér finnst grátlegt að þetta mál hafi ekki verið unnið á faglegri hátt." Oddaleikur ÍBV og Gróttu fer fram í Eyjum í kvöld og þann leik mun eitt besta dómarapar landsins - Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson - dæma.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00
Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti