Viðskipti erlent

Mærsk McKinney Möller er látinn

Danski auðjöfurinn Mærsk McKinney Möller eigandi eins af stærstu skipafélögum heimsins er látinn, 98 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mærsk skipafélaginu.

Möller var starfandi við Mærsk félagið nær allt fram að andláti sínu. Þannig sat hann aðalfund félagsins í síðustu viku. Möller lést eftir stutta legu á Rigshospitalet en þar var hann lagður inn á föstudaginn var.

Möller var mikill Íslandsvinur og þekkt var hér á árum áður að íslenskir sjómenn gátu alltaf leitað til hans á skrifstofu Mærsk ef þeir voru í vandræðum í Kaupmannahöfn og skorti skotsilfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×