Sex Íslandsmet féllu í Laugardalnum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2012 19:36 Sarah Blake Bateman bætti Íslandsmet í tveimur greinum í dag. Mynd/Vilhelm Mikið var um að vera á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 m laug sem lauk í Laugardalslauginni í dag. Sex Íslandsmet voru sett í dag. Sarah Blake Bateman setti tvo met, bæði í stuttum vegalengdum. Fyrst í 50 m baksundi kvenna og svo í 50 m flugsundi kvenna en hvorug grein er reyndar keppnisgrein á Ólympíuleikum. Sarah Blake synti 50 m baksundið á sléttum 29 sekúndum og bætti þar með met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um sjö hundraðshluta úr sekúndu. Ingibjörg varð önnur í greininni. Hún kom svo í mark á 27,32 sekúndum í 50 m flugsundi og bætti þar með met Bryndísar Rúnar Hansen um 0,09 sekúndur. Bryndís Rún keppti í sömu grein og varð önnur á 27,54 sekúndum. Anton Sveinn McKee stórbætti svo eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi. Hann synti á 4:23,64 sekúndum og bætti tveggja vikna gamalt Íslandsmet sitt um tæpar þrjár sekúndur. Árangurinn dugði honum til að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) í greininni en það dugir þó ekki til að tryggja honum sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir bætti svo Íslandsmetið í 400 m fjórsundi kvenna er hún synti á 4:57,46 mínútum og bætti gamla metið um tæpar þrjár sekúndur. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir fimm mínútum í greininni. Boðssundssveit Ægis stórbætti svo Íslandsmetið í 4x100 m fjórsundi kvenna. Nýja metið er 4:18,19 sekúndur og bæting upp á ríflega átta sekúndur en gamla metið átti sveit Ægis sjálf og var það sett fyrir þremur árum síðan. Í sveit Ægis voru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sveit SH setti svo nýtt Íslandsmet í 4x100 m skriðsundi karla en SH átti einnig gamla metið. Tíminn í dag var 3:33,08 mínútur. Sveitina skipuðu Aron Örn Stefánsson, Orri Freyr Guðmundsson, Árni Guðnason og Kolbeinn Hrafnkelsson. Sund Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Mikið var um að vera á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 m laug sem lauk í Laugardalslauginni í dag. Sex Íslandsmet voru sett í dag. Sarah Blake Bateman setti tvo met, bæði í stuttum vegalengdum. Fyrst í 50 m baksundi kvenna og svo í 50 m flugsundi kvenna en hvorug grein er reyndar keppnisgrein á Ólympíuleikum. Sarah Blake synti 50 m baksundið á sléttum 29 sekúndum og bætti þar með met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um sjö hundraðshluta úr sekúndu. Ingibjörg varð önnur í greininni. Hún kom svo í mark á 27,32 sekúndum í 50 m flugsundi og bætti þar með met Bryndísar Rúnar Hansen um 0,09 sekúndur. Bryndís Rún keppti í sömu grein og varð önnur á 27,54 sekúndum. Anton Sveinn McKee stórbætti svo eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi. Hann synti á 4:23,64 sekúndum og bætti tveggja vikna gamalt Íslandsmet sitt um tæpar þrjár sekúndur. Árangurinn dugði honum til að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) í greininni en það dugir þó ekki til að tryggja honum sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir bætti svo Íslandsmetið í 400 m fjórsundi kvenna er hún synti á 4:57,46 mínútum og bætti gamla metið um tæpar þrjár sekúndur. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir fimm mínútum í greininni. Boðssundssveit Ægis stórbætti svo Íslandsmetið í 4x100 m fjórsundi kvenna. Nýja metið er 4:18,19 sekúndur og bæting upp á ríflega átta sekúndur en gamla metið átti sveit Ægis sjálf og var það sett fyrir þremur árum síðan. Í sveit Ægis voru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sveit SH setti svo nýtt Íslandsmet í 4x100 m skriðsundi karla en SH átti einnig gamla metið. Tíminn í dag var 3:33,08 mínútur. Sveitina skipuðu Aron Örn Stefánsson, Orri Freyr Guðmundsson, Árni Guðnason og Kolbeinn Hrafnkelsson.
Sund Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira