Rosberg langfljótastur í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2012 07:23 Nico Rosberg náði sínum fyrsta ráspól á ferlinum með því að rústa hreinlega keppnautum sínum. Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. Tímatakan hafði verið ótrúlega jöfn framan af og aðeins skildu 0,3 sekúntur fyrstu 17 menn að í annari lotu tímatökunnar. Í síðustu lotunni var Rosberg einna fyrstur út á brautina og setti strax tíma sem enginn virtist eiga séns í. Hringur hans var, eðli málsins samkvæmt, fullkominn. Lewis Hamilton átti annan besta tíma í tímatökunni en skipti um gírkassa í vikunni og fær fímm sæta refsingu á ráslínunni. Það verður því liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher, sem ræsir annar þrátt fyrir að hafa náð þriðja besta tíma. Sauberbíll Kamui Kobayashi verður þriðji á ráslínunni og þar á eftir Lotusbíll Kimi Raikkönen. Jenson Button, liðsfélagi Hamiltons ræsir fimmti, á undan Mark Webber á Red Bull. Lewis ræsir sjöundi. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði ekki upp úr annari lotu tímatökunnar, var þó aðeins sekúntubrotum frá því. Það er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Vettel kemst ekki alla leið í útsláttarkeppninni. "Köldu aðstæðurnar hérna eru góðar fyrir okkur, á meðan hitastigið var að lækka fóru afturdekkin að virka betur," sagði Rosberg á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Schumacher talaði þar um að tími Rosbergs hafi verið "ótrúlegur". Mercedes liðið ræsir í fyrsta sinn í mjög langan tíma fremst í Formúlu 1 kappakstri. Þetta er fyrsti ráspóllinn sem liðið nær eftir að þýski bílaframleiðandinn keypti Bawn liðið, sem urðu heimsmeistarar árið 2009. Útsending frá kappakstrinum hefst í fyrramálið klukkan 6:40 á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. Tímatakan hafði verið ótrúlega jöfn framan af og aðeins skildu 0,3 sekúntur fyrstu 17 menn að í annari lotu tímatökunnar. Í síðustu lotunni var Rosberg einna fyrstur út á brautina og setti strax tíma sem enginn virtist eiga séns í. Hringur hans var, eðli málsins samkvæmt, fullkominn. Lewis Hamilton átti annan besta tíma í tímatökunni en skipti um gírkassa í vikunni og fær fímm sæta refsingu á ráslínunni. Það verður því liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher, sem ræsir annar þrátt fyrir að hafa náð þriðja besta tíma. Sauberbíll Kamui Kobayashi verður þriðji á ráslínunni og þar á eftir Lotusbíll Kimi Raikkönen. Jenson Button, liðsfélagi Hamiltons ræsir fimmti, á undan Mark Webber á Red Bull. Lewis ræsir sjöundi. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði ekki upp úr annari lotu tímatökunnar, var þó aðeins sekúntubrotum frá því. Það er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Vettel kemst ekki alla leið í útsláttarkeppninni. "Köldu aðstæðurnar hérna eru góðar fyrir okkur, á meðan hitastigið var að lækka fóru afturdekkin að virka betur," sagði Rosberg á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Schumacher talaði þar um að tími Rosbergs hafi verið "ótrúlegur". Mercedes liðið ræsir í fyrsta sinn í mjög langan tíma fremst í Formúlu 1 kappakstri. Þetta er fyrsti ráspóllinn sem liðið nær eftir að þýski bílaframleiðandinn keypti Bawn liðið, sem urðu heimsmeistarar árið 2009. Útsending frá kappakstrinum hefst í fyrramálið klukkan 6:40 á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira