Teitur: Ég treysti ekki Keflvíkingum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. apríl 2012 16:21 Teitur Örlygsson. "Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Teitur er alls ekki sáttur við bannið og hann er þess utan engan veginn sáttur við Keflvíkinga sem hann segist ekki treysta. "Ég íhugaði að setja Fannar í eins leiks bann en ákvað að sleppa því þar sem ég treysti ekki Keflvíkingum. Ég held að þeir hafi samt kært. Ég treysti þessu fólki ekki," sagði Teitur ákveðinn en hann segist hafa orðið fyrir ýmsu áreiti frá fólki úr Keflavík upp á síðkastið. "Ég hef verið að fá alls konar rugl frá Keflvíkingum inn á innhólfið mitt á Facebook. Sem betur fer eru þeir menn varla skrifandi þannig að ég skil ekki það sem þeir eru senda. Þar er samt verið að segja álit sitt og segja mér fyrir verkum. Ætli þeir verði ekki farnir að kalla kerfin fyrir mig fljótlega." Þó svo Teitur sé sár út í Keflvíkinga þá viðurkennir hann að bannið sem slíkt komi sér ekki á óvart. "Það eru gríðarleg vonbrigði að missa manninn í bann. Ég sá þetta alveg í kortunum samt. Ég get viðurkennt það," sagði Teitur en honum finnst ekki vera neitt samræmi í því að dæma Fannar í tveggja leikja bann á meðan Magnús Gunnarsson slapp við leikbann fyrir olnbogaskot sem Stjarnan kærði. "Það var ásetningsbrot hjá Magnúsi og enginn slagur um boltann eða slíkt þar sem menn hanga hver í öðrum. Dómurinn dæmdi ásetning þar en samt sýknudómur. Svo er slagur um boltann og kæra út af því og tveggja leikja bann. Ég fatta þetta ekki alveg. "Í reglunum er talað um tjón og þegar Magnús gefur Marvin olnbogaskot er ásetningur og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Það var ekki einu sinni sprungin vör þar sem Fannar á að hafa brotið af sér. Samt afsökunarbeiðni frá honum opinber og persónuleg. Við tókum líka fyrirliðabandið af honum en það breytti engu fyrir Keflvíkinga." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
"Ég er svekktur út í Keflvíkinga fyrst þeir komu með yfirlýsingu og gáfu okkur færi á að gera eitthvað sjálfir í málinu sem við og gerðum," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann missti Fannar Helgason í tveggja leikja bann í kjölfar þess að Keflavík kærði olnbogaskot Fannars í leik gegn Keflavík á dögunum. Teitur er alls ekki sáttur við bannið og hann er þess utan engan veginn sáttur við Keflvíkinga sem hann segist ekki treysta. "Ég íhugaði að setja Fannar í eins leiks bann en ákvað að sleppa því þar sem ég treysti ekki Keflvíkingum. Ég held að þeir hafi samt kært. Ég treysti þessu fólki ekki," sagði Teitur ákveðinn en hann segist hafa orðið fyrir ýmsu áreiti frá fólki úr Keflavík upp á síðkastið. "Ég hef verið að fá alls konar rugl frá Keflvíkingum inn á innhólfið mitt á Facebook. Sem betur fer eru þeir menn varla skrifandi þannig að ég skil ekki það sem þeir eru senda. Þar er samt verið að segja álit sitt og segja mér fyrir verkum. Ætli þeir verði ekki farnir að kalla kerfin fyrir mig fljótlega." Þó svo Teitur sé sár út í Keflvíkinga þá viðurkennir hann að bannið sem slíkt komi sér ekki á óvart. "Það eru gríðarleg vonbrigði að missa manninn í bann. Ég sá þetta alveg í kortunum samt. Ég get viðurkennt það," sagði Teitur en honum finnst ekki vera neitt samræmi í því að dæma Fannar í tveggja leikja bann á meðan Magnús Gunnarsson slapp við leikbann fyrir olnbogaskot sem Stjarnan kærði. "Það var ásetningsbrot hjá Magnúsi og enginn slagur um boltann eða slíkt þar sem menn hanga hver í öðrum. Dómurinn dæmdi ásetning þar en samt sýknudómur. Svo er slagur um boltann og kæra út af því og tveggja leikja bann. Ég fatta þetta ekki alveg. "Í reglunum er talað um tjón og þegar Magnús gefur Marvin olnbogaskot er ásetningur og tjón upp á fleiri hundruð þúsund krónur. Það var ekki einu sinni sprungin vör þar sem Fannar á að hafa brotið af sér. Samt afsökunarbeiðni frá honum opinber og persónuleg. Við tókum líka fyrirliðabandið af honum en það breytti engu fyrir Keflvíkinga."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Fannar Freyr í tveggja leikja bann Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Hann missir því af leiknum gegn Grindavík í kvöld. 13. apríl 2012 15:34