Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - KR 94-76 | Íslandsmeistarnir steinlágu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2012 18:30 Mynd/Jón Björn Ólafsson Þórsarar fóru á kostum í Icelandic Glacial höllinni í kvöld í vörn sem sókn, unnu 18 stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 94-76, og jöfnuðu undanúrslita einvígi liðanna í 1-1. Nýliðarnir hafa unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninin og urðu jafnframt fyrstir til að vinna Íslandsmeistara KR í úrslitakeppninni í ár. Þórsarar spiluðu frábæra vörn frá byrjun leiks og KR-ingar voru í tómum vandræðum í sóknarleiknum allan tímann. Þórsarar voru tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og með sextán stiga forskot í hálfleik, 49-33. Skyttur Þórsliðsins, Darrin Govens (30 stig) og Guðmundur Jónsson (17 stig), röðuðu niður þristum og nýttu saman 11 af 17 þriggja stiga skotum sínum sem vóg þungt. Einn besti maður liðsins var þó gamli KR-ingurinn Darri Hilmarsson sem var út um allt í vörn sem sókn.Þór Þorlákshöfn-KR 94-76 (24-12, 25-21, 24-18, 21-25)Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 30/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Guðmundur Jónsson 17, Blagoj Janev 14/7 fráköst, Darri Hilmarsson 14, Joseph Henley 13/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 4/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 2/7 stoðsendingar.KR: Joshua Brown 19, Robert Lavon Ferguson 15/13 fráköst/5 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 8, Dejan Sencanski 8/6 fráköst, Martin Hermannsson 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Finnur Atli Magnusson 6/7 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 3, Kristófer Acox 2, Ágúst Angantýsson 2. Benedikt: Það voru allir góðir í sókninni Mynd/Daníel„Við áttum þennan leik, leiddum allan fyrri háfleikinn og vorum ekkert að hleypa þeim inn í þetta í seinni því við bara bættum við," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við spilum sterka vörn og það er okkar leikur. Við höldum þeim í 76 stigum núna og ég vil meina að við höfum haldið þeim í 79 stigum síðast því ég tek þennan þrist ekki með," sagði Benedikt en KR vann fyrsta leikinn á þriggja stiga körfu nokkrum sekúndubrotum fyrir leikslok. „Ef við höldum liðum í kringum 70 stigin þá getum við unnið flesta leiki. Vörnin þarf að vera svona og ég er virkilega ánægður með vörnina í kvöld," sagði Benedikt. „Það voru allir góðir í sókninni og þetta er einn besti sóknarleikur liðsisn í vetur. Þetta var að dreifast vel fyrir utan Darren sem átti líklega einn sinn besta leik í vetur. Liðið er að að virka mjög vel en ég var skíthræddur við að missa Junior út og þurfa að fara í einhverja neyðarreddingu. Kjarninn sem er búinn að æfa í allan vetur kláraði dæmið. Það hefði engu máli skipt hvernig þessi nýi hefði verið hér í kvöld," sagði Benedikt en Joseph Henley kom inn fyrir hinn meidda Matthew Hairston í kvöld. „Ef liðsheildin er svona þá er mjög brattur í þessu einvígi," sagði Benedikt. Þórsliðið er búið að vinna þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Það var lengi vel þannig að við spiluðum betur á útivelli en á heimavelli en eftir að leið á veturinn og sérstaklega í lokin þá erum við farnir að finna okkur mjög vel á heimavelli," sagði Benedikt. Hrafn: Liðið sem var tilbúið í alvöru úrslitakeppnis-körfubolta vann þennan leikMynd/Daníel„Ég er ósáttur með okkur því ég verð að taka mig inn í heildina í þessu. Við erum á hælunum og leitum til einhverra annarra eftir hjálp, til dómarann eða til hvers annars í kringum okkur sem á að geta gert hlutina betur en við. Það er ekki það sem þetta snýst um," Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Það var samt ekkert svo mikill munur á þessum leik og fyrsta leiknum. Við erum að gera nákvæmlega sömu mistökin því við vorum að spila heima síðast og sluppum þá með skrekkinn. Sá leikur átti að vera einhvers konar víti til varnaðar en við nýttum það ekki eins og við ætluðum að nýta okkur. Það er ansi slæmt að einn þristur á lokasekúndunni láti manni líða eins og þetta væri komið hjá okkur," sagði Hrafn. „Liðið sem spilaði betri kerfi eða meiri sambabolta var ekki liðið sem vann þennan leik heldur liðið sem var tilbúið að koma inn, grafa sig niður í gólfið, berja á hinum og spila alvöru úrslitakeppnis körfubolta. Það var liðið sem vann hérna í kvöld," sagði Hrafn að lokum. Darri: Við erum búnir að spila svona vörn í allan veturmynd/daníel„Þetta var flottur leikur hjá okkur og ég var sérstaklega sáttur með vörnina því hún er okkar aðalsmerki. Við spilum hörkuvörn en sóknin var líka góð í dag því við erum ekki vanir að skora svona mikið. Hún gekk í dag," sagði Darri Hilmarsson sem átti frábæran leik í vörn sem sókn á móti sínum gömlu félögum í KR. Darri var ánægður með Joseph Henley sem kom inn í liðið í staðinn fyrir Matthew Hairston sem er meiddur. „Það voru allir að finna sig í sókninni og nýi kaninn leit bara vel út," sagði Darri. Það vakti athygli að nýliðarnir spiluðu grimma vörn eins og lið með mikla reynslu af úrslitakeppni. „Við erum búnir að spila svona vörn í allan vetur þannig að þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Við spilum bara svona, dálítið fast og ákveðið og erum ágressívir. Það virkar enda svona á að spila þetta," sagði Darri en hvað þýðir svona flottur sigur á Íslandsmeisturunum. „Þetta er smá "egóbúst" en það er samt bara 1-1. Við megum ekki fara of hátt upp því nú er þetta vara þriggja leikja sería og næsti leikur er út í KR. Það verður hörku erfitt. Við höfum aldrei unnið í KR-heimilinu í vetur og það er ekkert gefins í þessu. Við þurfum að vinna einn útileik til að komast áfram," sagði Darri. „Ef við spilum áfram svona þá er það mjög jákvætt fyrir framhaldið," sagði Darri að lokum. Textalýsing frá blaðamanni Vísis í Þorlákshöfn:Joseph Henley lék sinn fyrsta leik með Þór í kvöld og endaði með 13 stig og 6 fráköst.Mynd/Óskar Ó Leik lokið, 94-76 - Þórsarar vinna frábæran 18 stiga sigur á Íslandsmeisturunum og eru búnir að jafna einvígið í 1-1. KR-ingar áttu aldrei möguleika í kvöld.39. mínúta, 92-72 - KR-ingar halda áfram að minnka muninn undir forystu Rob Ferguson sem er kominn með 15 stig og 13 fráköst í kvöld. Þeir eru samt ennþá 20 stigum undir. Darri Hilmarsson fær sína fimmtu villu en hann var frábær í kvöld.38. mínúta, 92-68 - Sjö stig hjá KR í röð og munurinn er kominn niður í 24 stig. Benedikt tekur enga áhættu og ákveður að taka leikhlé þegar 2 mínútur og 34 sekúndur eru eftir af leiknum.36. mínúta, 90-61 - Hrafn er ekkert hættur, tekur leikhlé og er áfram með sína lykilmenn inn á vellinum.35. mínúta, 88-59 - Þórsarar halda áfram í kringum 30 stiga forskoti og Darrin Govens er kominn með 28 stig í kvöld og það úr aðeins fjórtán skotum.33. mínúta, 84-55 - Þórsarar skora fimm stig í röð og nú er munurinn orðinn 29 stig. Hrafn Kristjánsson tekur leikhlé en hann vinnur ekki þennan leik úr þessu. Þórsarar eru frábærir í kvöld.32. mínúta, 79-55 - Darrin Govens og Guðmundur Jónsson hefja lokafjórðunginn á því að setja niður þrista og hafa þeir nú skorað ellefu þriggja stiga körfur saman og það úr aðeins 17 skotum.Þriðji leikhluti búinn, 73-51 - Það er ekkert að breytast í þessum leik nema kannski KR-ingum í óhag enda eru Þórsarar 22 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Þórsliðið leikur sér að Íslandsmeisturunum sem eiga afar fá svör í kvöld.27. mínúta, 68-45 - Darrin Govens er sjóðandi heitur og búinn að skora fimm þriggja stiga körfur úr sjö tilraunum. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé.26. mínúta, 63-42 - KR-ingar ná að stoppa í nokkrum sóknum í röð en skora ekki sjálfir á meðan. Guðmundur Jónsson setur niður fjórða þristinn sinn og kemur muninum aftur upp í 19 stig.23. mínúta, 58-39 - KR-ingar eru hikandi í sínum sóknaraðgerðum og gera hver mistökin á fætur öðru. Þórsarar fá að spila grimma vörn og nýta sér það óspart en KR-ingar kvarta mikið.22. mínúta, 58-37 - Þórsarar gefa ekkert eftir og Guðmundur Jónsson setur niður flottan þrist. Þórsliðið er komið 21 stigi yfir.21. mínúta, 55-35 - Darrin Govens setur niður þrist og fær víti að auki sem hann nýtir. Þórsarar komnir 20 stigum yfir í fyrsta sinn í kvöld.Seinni hálfleikur hafinn - Þórsarar byrja með boltann í seinni hálfleik og geta því aukið strax við 16 stiga forskot sitt sem þeir og gera með körfu frá Blagoj Janev. Hálfleikur, 49-33 - Þórsarar hafa 16 stiga forystu í hálfleik og eru með mjög góð tök á þessum leik. KR-ingar áttu smá sprett um miðjan annan leikhluta en náðu samt bara að minnka muninn niður í 10 stig. Darri Hilmarsson var með 11 stig og 3 stoðsendingar í hálfleiknum en stigahæstur hjá Þór var Darrin Govens með 16 stig. Martin Hermannsson er stigahæstur hjá KR með 7 stig en KR-ingar hafa aðeins hitt úr 11 af 33 skotum sínum í kvöld.19. mínúta, 45-31 - Joseph Henley hefur ekki verið sannfærandi í skotunum sínum en hann er öflugur í vörninni og setur niður vítin sín af öryggi.18. mínúta, 43-31 - Hinn ungi Martin Hermannsson hefur átt flotta innkomu af bekknum í öðrum leikhluta. Hann er kominn með sjö stig og orðinn stigahæstur hjá KR.18. mínúta, 43-29 - Darri Hilmarsson er að spila vel gegn sínum gömlu félögum í KR og er kominn með níu stig eftir flotta körfu í hraðaupphlaupi.17. mínúta, 39-25 - KR-ingar enda á því að skora níu stig í röð en Þórsarar svara þá með tveimur körfum í röð og munurinn fer aftur upp í fjórtán stig.16. mínúta, 35-22 - Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, tekur leikhlé. Rob Ferguson er búinn að skora sex stig í röð fyrir KR og Joseph Henley er ekki alltof sannfærandi í skotunum sínum enda bara búinn að setja niður 1 af fyrstu 5.15. mínúta, 35-20 - Smá lífsmark hjá KR og fjögur stig í röð en það þarf miklu meira til.14. mínúta, 35-16 - Hrafn verður að taka annað leikhlé. Joseph Henley skorar flotta körfu eftir sóknarfrákast og Darrin Govens síðan aðra úr hraðaupphlaupi eftir tapaðan bolta. Þórsvörnin er svakaleg í kvöld og KR-ingar eru algjörlega ráðalausir gegn henni.12. mínúta, 31-15 - Guðmundur Jónsson með þrist ala Maggi Gunn og Þórsliðið er komið sextán stigum yfir. KR-ingar eru ekki líklegir til afreka í kvöld.11. mínúta, 26-15 - Darrin Govens skorar eftir flotta stoðsendingu frá Henley en Hreggviður Magnússon svarar með þrist.Fyrsti leikhluti búinn, 24-12 - Þórsarar hafa tólf stiga forystu. Darrin Govens er búinn að setja niður þrjá þrista og hefur skorað 10 stig. KR-ingar eru í tómum vandræðum á móti frábærri vörn heimamanna. KR-liðið skoraði aðeins fjórar körfur í leikhlutanum.8. mínúta, 15-7 - Blagoj Janev er áberandi í byrjun og þegar kominn með sex stig fyrir Þór í leiknum. KR-ingar halda áfram að hitta illa.7. mínúta, 13-5 - Joseph Henley er kominn inná og var fljótur að taka frákast. Janev skorar eftir flotta stoðsendingu frá Darra.6. mínúta, 11-5 - Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé eftir að Darrin Govens setur niður þriggja stiga skot og kemur Þór sex stigum yfir. KR hefur tapað þremur boltum, klikkað á 8 af 10 skotum og öllum 4 vítunum.5. mínúta, 8-5 - Liðin setja niður sitthvorn þristinn og það er aðeins að lifna yfir stigaskorinu en það ljóst að vörnin verður í fyrirrúmi í kvöld. KR-ingar hafa aðeins sett niður 2 af 10 skotum í byrjun leiks og klikkað á öllum vítum sínum.3. mínúta 5-2 - Darri Hilmarsson setur niður þrist en Finnur Atli Magnússon skoraði loksins fyrir KR efir þriggja mínútna leik2. mínúta 2-0 - Blagoj Janev skoraði fyrstu körfu leiksins en KR-ingum gengur illa í byrjun leiks.1. mínúta - KR-ingar byrja með boltann en bæði lið klikka á fyrstu sókn sinni. Það er spenna í báðum liðum. Fyrir leik: Þórsarar hafa unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni en þeir eru að taka þátt í henni í fyrsta sinn. Þórsliðið vann báða heimaleiki á móti Snæfelli í átta liða úrslitunum, 82-77 í leik eitt og svo 72-65 í oddaleiknum.Fyrir leik: KR-ingar eru búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár og unnu auk þess tvo síðustu leiki sína í úrslitakeppninni í fyrra. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, er því búinn að stýra liðinu til sigurs í fimm leikjum í röð í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Húsið er að fyllast og Drekamenn eru í miklu stuði eins og venjulega. Það verður mikill hávaði í Icelandic Glacial höllinni í kvöld.Fyrir leik: Þórsarar tefla fram nýjum leikmanni í dag og sá heitir Joseph Henley og fer ekkert framhjá mönnum inn á vellinum enda með myndalega hárgreiðslu. Það verður athyglisvert að sjá hvort Henley geti hjálpað heimamönnum.Fyrir leik: Matthew Hairston haltraði um DHL-höllina í fyrsta leiknum og Benedikt Guðmundsson var tilneyddur til að setja hann á sjúkralistann. Hairston er samt á bekknum hjá Þórsurum og veitir sínum mönnum stuðning.Fyrir leik: Verið velkomin á beina textalýsingu frá Þorlákshöfn. Hér taka heimamenn í Þór á móti Íslandsmeisturum KR í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Þórsarar fóru á kostum í Icelandic Glacial höllinni í kvöld í vörn sem sókn, unnu 18 stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 94-76, og jöfnuðu undanúrslita einvígi liðanna í 1-1. Nýliðarnir hafa unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninin og urðu jafnframt fyrstir til að vinna Íslandsmeistara KR í úrslitakeppninni í ár. Þórsarar spiluðu frábæra vörn frá byrjun leiks og KR-ingar voru í tómum vandræðum í sóknarleiknum allan tímann. Þórsarar voru tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og með sextán stiga forskot í hálfleik, 49-33. Skyttur Þórsliðsins, Darrin Govens (30 stig) og Guðmundur Jónsson (17 stig), röðuðu niður þristum og nýttu saman 11 af 17 þriggja stiga skotum sínum sem vóg þungt. Einn besti maður liðsins var þó gamli KR-ingurinn Darri Hilmarsson sem var út um allt í vörn sem sókn.Þór Þorlákshöfn-KR 94-76 (24-12, 25-21, 24-18, 21-25)Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 30/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Guðmundur Jónsson 17, Blagoj Janev 14/7 fráköst, Darri Hilmarsson 14, Joseph Henley 13/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 4/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 2/7 stoðsendingar.KR: Joshua Brown 19, Robert Lavon Ferguson 15/13 fráköst/5 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 8, Dejan Sencanski 8/6 fráköst, Martin Hermannsson 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Finnur Atli Magnusson 6/7 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 3, Kristófer Acox 2, Ágúst Angantýsson 2. Benedikt: Það voru allir góðir í sókninni Mynd/Daníel„Við áttum þennan leik, leiddum allan fyrri háfleikinn og vorum ekkert að hleypa þeim inn í þetta í seinni því við bara bættum við," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við spilum sterka vörn og það er okkar leikur. Við höldum þeim í 76 stigum núna og ég vil meina að við höfum haldið þeim í 79 stigum síðast því ég tek þennan þrist ekki með," sagði Benedikt en KR vann fyrsta leikinn á þriggja stiga körfu nokkrum sekúndubrotum fyrir leikslok. „Ef við höldum liðum í kringum 70 stigin þá getum við unnið flesta leiki. Vörnin þarf að vera svona og ég er virkilega ánægður með vörnina í kvöld," sagði Benedikt. „Það voru allir góðir í sókninni og þetta er einn besti sóknarleikur liðsisn í vetur. Þetta var að dreifast vel fyrir utan Darren sem átti líklega einn sinn besta leik í vetur. Liðið er að að virka mjög vel en ég var skíthræddur við að missa Junior út og þurfa að fara í einhverja neyðarreddingu. Kjarninn sem er búinn að æfa í allan vetur kláraði dæmið. Það hefði engu máli skipt hvernig þessi nýi hefði verið hér í kvöld," sagði Benedikt en Joseph Henley kom inn fyrir hinn meidda Matthew Hairston í kvöld. „Ef liðsheildin er svona þá er mjög brattur í þessu einvígi," sagði Benedikt. Þórsliðið er búið að vinna þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Það var lengi vel þannig að við spiluðum betur á útivelli en á heimavelli en eftir að leið á veturinn og sérstaklega í lokin þá erum við farnir að finna okkur mjög vel á heimavelli," sagði Benedikt. Hrafn: Liðið sem var tilbúið í alvöru úrslitakeppnis-körfubolta vann þennan leikMynd/Daníel„Ég er ósáttur með okkur því ég verð að taka mig inn í heildina í þessu. Við erum á hælunum og leitum til einhverra annarra eftir hjálp, til dómarann eða til hvers annars í kringum okkur sem á að geta gert hlutina betur en við. Það er ekki það sem þetta snýst um," Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Það var samt ekkert svo mikill munur á þessum leik og fyrsta leiknum. Við erum að gera nákvæmlega sömu mistökin því við vorum að spila heima síðast og sluppum þá með skrekkinn. Sá leikur átti að vera einhvers konar víti til varnaðar en við nýttum það ekki eins og við ætluðum að nýta okkur. Það er ansi slæmt að einn þristur á lokasekúndunni láti manni líða eins og þetta væri komið hjá okkur," sagði Hrafn. „Liðið sem spilaði betri kerfi eða meiri sambabolta var ekki liðið sem vann þennan leik heldur liðið sem var tilbúið að koma inn, grafa sig niður í gólfið, berja á hinum og spila alvöru úrslitakeppnis körfubolta. Það var liðið sem vann hérna í kvöld," sagði Hrafn að lokum. Darri: Við erum búnir að spila svona vörn í allan veturmynd/daníel„Þetta var flottur leikur hjá okkur og ég var sérstaklega sáttur með vörnina því hún er okkar aðalsmerki. Við spilum hörkuvörn en sóknin var líka góð í dag því við erum ekki vanir að skora svona mikið. Hún gekk í dag," sagði Darri Hilmarsson sem átti frábæran leik í vörn sem sókn á móti sínum gömlu félögum í KR. Darri var ánægður með Joseph Henley sem kom inn í liðið í staðinn fyrir Matthew Hairston sem er meiddur. „Það voru allir að finna sig í sókninni og nýi kaninn leit bara vel út," sagði Darri. Það vakti athygli að nýliðarnir spiluðu grimma vörn eins og lið með mikla reynslu af úrslitakeppni. „Við erum búnir að spila svona vörn í allan vetur þannig að þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Við spilum bara svona, dálítið fast og ákveðið og erum ágressívir. Það virkar enda svona á að spila þetta," sagði Darri en hvað þýðir svona flottur sigur á Íslandsmeisturunum. „Þetta er smá "egóbúst" en það er samt bara 1-1. Við megum ekki fara of hátt upp því nú er þetta vara þriggja leikja sería og næsti leikur er út í KR. Það verður hörku erfitt. Við höfum aldrei unnið í KR-heimilinu í vetur og það er ekkert gefins í þessu. Við þurfum að vinna einn útileik til að komast áfram," sagði Darri. „Ef við spilum áfram svona þá er það mjög jákvætt fyrir framhaldið," sagði Darri að lokum. Textalýsing frá blaðamanni Vísis í Þorlákshöfn:Joseph Henley lék sinn fyrsta leik með Þór í kvöld og endaði með 13 stig og 6 fráköst.Mynd/Óskar Ó Leik lokið, 94-76 - Þórsarar vinna frábæran 18 stiga sigur á Íslandsmeisturunum og eru búnir að jafna einvígið í 1-1. KR-ingar áttu aldrei möguleika í kvöld.39. mínúta, 92-72 - KR-ingar halda áfram að minnka muninn undir forystu Rob Ferguson sem er kominn með 15 stig og 13 fráköst í kvöld. Þeir eru samt ennþá 20 stigum undir. Darri Hilmarsson fær sína fimmtu villu en hann var frábær í kvöld.38. mínúta, 92-68 - Sjö stig hjá KR í röð og munurinn er kominn niður í 24 stig. Benedikt tekur enga áhættu og ákveður að taka leikhlé þegar 2 mínútur og 34 sekúndur eru eftir af leiknum.36. mínúta, 90-61 - Hrafn er ekkert hættur, tekur leikhlé og er áfram með sína lykilmenn inn á vellinum.35. mínúta, 88-59 - Þórsarar halda áfram í kringum 30 stiga forskoti og Darrin Govens er kominn með 28 stig í kvöld og það úr aðeins fjórtán skotum.33. mínúta, 84-55 - Þórsarar skora fimm stig í röð og nú er munurinn orðinn 29 stig. Hrafn Kristjánsson tekur leikhlé en hann vinnur ekki þennan leik úr þessu. Þórsarar eru frábærir í kvöld.32. mínúta, 79-55 - Darrin Govens og Guðmundur Jónsson hefja lokafjórðunginn á því að setja niður þrista og hafa þeir nú skorað ellefu þriggja stiga körfur saman og það úr aðeins 17 skotum.Þriðji leikhluti búinn, 73-51 - Það er ekkert að breytast í þessum leik nema kannski KR-ingum í óhag enda eru Þórsarar 22 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Þórsliðið leikur sér að Íslandsmeisturunum sem eiga afar fá svör í kvöld.27. mínúta, 68-45 - Darrin Govens er sjóðandi heitur og búinn að skora fimm þriggja stiga körfur úr sjö tilraunum. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé.26. mínúta, 63-42 - KR-ingar ná að stoppa í nokkrum sóknum í röð en skora ekki sjálfir á meðan. Guðmundur Jónsson setur niður fjórða þristinn sinn og kemur muninum aftur upp í 19 stig.23. mínúta, 58-39 - KR-ingar eru hikandi í sínum sóknaraðgerðum og gera hver mistökin á fætur öðru. Þórsarar fá að spila grimma vörn og nýta sér það óspart en KR-ingar kvarta mikið.22. mínúta, 58-37 - Þórsarar gefa ekkert eftir og Guðmundur Jónsson setur niður flottan þrist. Þórsliðið er komið 21 stigi yfir.21. mínúta, 55-35 - Darrin Govens setur niður þrist og fær víti að auki sem hann nýtir. Þórsarar komnir 20 stigum yfir í fyrsta sinn í kvöld.Seinni hálfleikur hafinn - Þórsarar byrja með boltann í seinni hálfleik og geta því aukið strax við 16 stiga forskot sitt sem þeir og gera með körfu frá Blagoj Janev. Hálfleikur, 49-33 - Þórsarar hafa 16 stiga forystu í hálfleik og eru með mjög góð tök á þessum leik. KR-ingar áttu smá sprett um miðjan annan leikhluta en náðu samt bara að minnka muninn niður í 10 stig. Darri Hilmarsson var með 11 stig og 3 stoðsendingar í hálfleiknum en stigahæstur hjá Þór var Darrin Govens með 16 stig. Martin Hermannsson er stigahæstur hjá KR með 7 stig en KR-ingar hafa aðeins hitt úr 11 af 33 skotum sínum í kvöld.19. mínúta, 45-31 - Joseph Henley hefur ekki verið sannfærandi í skotunum sínum en hann er öflugur í vörninni og setur niður vítin sín af öryggi.18. mínúta, 43-31 - Hinn ungi Martin Hermannsson hefur átt flotta innkomu af bekknum í öðrum leikhluta. Hann er kominn með sjö stig og orðinn stigahæstur hjá KR.18. mínúta, 43-29 - Darri Hilmarsson er að spila vel gegn sínum gömlu félögum í KR og er kominn með níu stig eftir flotta körfu í hraðaupphlaupi.17. mínúta, 39-25 - KR-ingar enda á því að skora níu stig í röð en Þórsarar svara þá með tveimur körfum í röð og munurinn fer aftur upp í fjórtán stig.16. mínúta, 35-22 - Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, tekur leikhlé. Rob Ferguson er búinn að skora sex stig í röð fyrir KR og Joseph Henley er ekki alltof sannfærandi í skotunum sínum enda bara búinn að setja niður 1 af fyrstu 5.15. mínúta, 35-20 - Smá lífsmark hjá KR og fjögur stig í röð en það þarf miklu meira til.14. mínúta, 35-16 - Hrafn verður að taka annað leikhlé. Joseph Henley skorar flotta körfu eftir sóknarfrákast og Darrin Govens síðan aðra úr hraðaupphlaupi eftir tapaðan bolta. Þórsvörnin er svakaleg í kvöld og KR-ingar eru algjörlega ráðalausir gegn henni.12. mínúta, 31-15 - Guðmundur Jónsson með þrist ala Maggi Gunn og Þórsliðið er komið sextán stigum yfir. KR-ingar eru ekki líklegir til afreka í kvöld.11. mínúta, 26-15 - Darrin Govens skorar eftir flotta stoðsendingu frá Henley en Hreggviður Magnússon svarar með þrist.Fyrsti leikhluti búinn, 24-12 - Þórsarar hafa tólf stiga forystu. Darrin Govens er búinn að setja niður þrjá þrista og hefur skorað 10 stig. KR-ingar eru í tómum vandræðum á móti frábærri vörn heimamanna. KR-liðið skoraði aðeins fjórar körfur í leikhlutanum.8. mínúta, 15-7 - Blagoj Janev er áberandi í byrjun og þegar kominn með sex stig fyrir Þór í leiknum. KR-ingar halda áfram að hitta illa.7. mínúta, 13-5 - Joseph Henley er kominn inná og var fljótur að taka frákast. Janev skorar eftir flotta stoðsendingu frá Darra.6. mínúta, 11-5 - Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé eftir að Darrin Govens setur niður þriggja stiga skot og kemur Þór sex stigum yfir. KR hefur tapað þremur boltum, klikkað á 8 af 10 skotum og öllum 4 vítunum.5. mínúta, 8-5 - Liðin setja niður sitthvorn þristinn og það er aðeins að lifna yfir stigaskorinu en það ljóst að vörnin verður í fyrirrúmi í kvöld. KR-ingar hafa aðeins sett niður 2 af 10 skotum í byrjun leiks og klikkað á öllum vítum sínum.3. mínúta 5-2 - Darri Hilmarsson setur niður þrist en Finnur Atli Magnússon skoraði loksins fyrir KR efir þriggja mínútna leik2. mínúta 2-0 - Blagoj Janev skoraði fyrstu körfu leiksins en KR-ingum gengur illa í byrjun leiks.1. mínúta - KR-ingar byrja með boltann en bæði lið klikka á fyrstu sókn sinni. Það er spenna í báðum liðum. Fyrir leik: Þórsarar hafa unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni en þeir eru að taka þátt í henni í fyrsta sinn. Þórsliðið vann báða heimaleiki á móti Snæfelli í átta liða úrslitunum, 82-77 í leik eitt og svo 72-65 í oddaleiknum.Fyrir leik: KR-ingar eru búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár og unnu auk þess tvo síðustu leiki sína í úrslitakeppninni í fyrra. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, er því búinn að stýra liðinu til sigurs í fimm leikjum í röð í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Húsið er að fyllast og Drekamenn eru í miklu stuði eins og venjulega. Það verður mikill hávaði í Icelandic Glacial höllinni í kvöld.Fyrir leik: Þórsarar tefla fram nýjum leikmanni í dag og sá heitir Joseph Henley og fer ekkert framhjá mönnum inn á vellinum enda með myndalega hárgreiðslu. Það verður athyglisvert að sjá hvort Henley geti hjálpað heimamönnum.Fyrir leik: Matthew Hairston haltraði um DHL-höllina í fyrsta leiknum og Benedikt Guðmundsson var tilneyddur til að setja hann á sjúkralistann. Hairston er samt á bekknum hjá Þórsurum og veitir sínum mönnum stuðning.Fyrir leik: Verið velkomin á beina textalýsingu frá Þorlákshöfn. Hér taka heimamenn í Þór á móti Íslandsmeisturum KR í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira