Lífið

Freyja í 2. sæti á European Cup

símamynd/freyja fagnar baksviðs eftir keppni í dag
Freyja Sigurðardóttir fitnessdrottning með meiru og þriggja barna móðir landaði 2. sæti í Fitnessmótinu European Cup sem fram fór í Madríd á Spáni í dag. Freyja keppti í opnum flokki burtséð frá hæð keppenda.

Freyja sigraði á Íslandsmótinu í Fitness 2012 á föstudaginn langa í Háskólabíói í fitnessflokki + 163 cm.

Ég er búin að vera að keppa síðan árið 1999 en ég tek það samt fram að ég er bara 30 ára gömul. Veistu, þetta er svo mikið adrenalín-kikk að mæta á sviðið og alltaf að reyna að komast í betra og betra form. Að keppa er bara eitthvað sem ég fæ ekki nóg af," sagði Freyja þegar Lífið ræddi við hana rétt fyrir páska.

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.