Fótbolti

Emil og félagar töpuðu mikilvægum stigum í toppbaráttunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Góð frammistaða Emils með Verona í vetur hefur vakið athygli landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck.
Góð frammistaða Emils með Verona í vetur hefur vakið athygli landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck. Nordic Photos / Getty
Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona máttu sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn Empoli í kvöld. Veróna-liðið varð því af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Verona var í 3. sæti fyrir leik kvöldsins með 66 stig, einu stigi á eftir Torino og Sassuolo sem deila toppsætinu með 67 stig. Með stiginu komst Verona upp að hlið félaganna tveggja en hefur leikið leik meira en Sassuolo og tveimur meir en Torino.

Emil spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Verona sem endranær. Liðið hefur leikið 37 leiki en 42 umferðir eru leiknar í næstefstu deild ítalska boltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×