Lífið

Gera grín að klaufalegum rasisma

Ragnhildur Magnúsdóttir gerir það gott í Los Angeles.
Ragnhildur Magnúsdóttir gerir það gott í Los Angeles.
Íslenski grínhópurinn, Icelandic Poniez, hefur birt nýtt myndband á hinum heimsfræga grínvef Funny or Die. Í hópnum er meðal annars Ragnhildur Magnúsdóttir sem starfaði sem útvarpskona hér á landi um árabil en nemur nú kvikmyndalistina í borg draumanna, Los Angeles.

Í nýjasta myndbandinu tekst hópurinn á við viðkvæmt málefni, samskipti kynþátta og hvernig það má koma í veg fyrir klaufalegan rasisma, ef svo mætti að orði komast.

En sjón er sögu ríkari. Hér er hægt að nálgast myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.