Lífið

Frábær stemmning á Kexi

Erla Hlynsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, Björn Örvar, framkvæmdarstjóri Sif Cosmetics og ORF Líftækni og Tobba Marinós, markaðsstjóri Skjá 1.
Erla Hlynsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, Björn Örvar, framkvæmdarstjóri Sif Cosmetics og ORF Líftækni og Tobba Marinós, markaðsstjóri Skjá 1. Myndir/Sigurjón Ragnar
Ný EGF-húðnæring fyrir líkamann var kynnt með glæsibrag á Kexi Hosteli á dögunum.

Húðnæringin eykur kollagen í húðinni og er þriðja varan í EGF-húðvörulínu Sif Cosmetics og er þróuð af nýsköpunarfyrirtækinu Cosmetics.

Það var fjölmennt á kynningunni sem sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir stýrði með stæl.

Ragnhildur tók viðtal við leikkonuna Þórunni Lárusdóttir sem hefur undanfarinn mánuð tekið þátt í merkilegri tilraun hjá Sif Cosmetics en hún hefur ásamt fimm öðrum konum borið EGF-húðdropana á hægri hlið andlitsins eingöngu.

Hún lýsti upplifun sinni fyrir gestum og sagðist sjá greinilegan mun á hægri og vinstri hlið andlitsins.



Að kynningunni lokinni voru gestir svo leystir út með nýju vörunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.