Fótbolti

Meistaradeildarmörkin: Barcelona - Chelsea

Chelsea tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með því að ná 2-2 jafntefli gegn Barcelona í ótrúlegum leik á Nývangi í kvöld. Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir gang mála eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Barcelona komst í 2-0 forystu með tveimur mörkum seint í fyrri hálfleik og þar að auki missti Chelsea fyrirliðann John Terry af velli með rautt spjald.

En Ramires skoraði dýrmætt útivallarmark í uppbótartíma fyrri hálfleiks og sá til þess að Chelsea komst aftur inn í leikinn. Barcelona sótti án afláts í síðari hálfleik en náði ekki að skora, þrátt fyrir að hafa fengið vítaspyrnu og skotið í stöng - auk þess sem að mark sem að liðið skoraði var dæmt ógilt vegna rangstöðu.

Niðurstaðan er þó mikill sigur fyrir Lundúnarliðið sem mætir annað hvort Real Madrid eða Bayern München í úrslitaleiknum 19. maí næstkomandi. Það ræðst annað kvöld hvort liðið það verður en þá eigast þau við í Madríd. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×