Vitnisburður Davíðs hafði grundvallarþýðingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2012 19:00 Vitnisburður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, hafði mikla þýðingu fyrir sakfellingu Geirs Haarde varðandi fjórða lið ákærunnar í Landsdómsmálinu. Í dómi meirihluta Landsdóms er vitnað til „fundarpunkta" frá fundi, sem bankastjórn Seðlabanka Íslands hélt ásamt Tryggva Pálssyni 12. janúar 2008. Þar er haft eftir Davíð Oddssyni: „Dagarnir líða og við höfum vaxandi áhyggjur. Aðrar aðstæður 2006. Nú er markaðurinn lokaður í heild nema á sjúklegu verði sem gæti dæmt bankana úr leik."Íslensku bankarnir í mikilli hættu Svo virðist sem fundur sem Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen áttu með bankastjórn Seðlabankans og fleirum 7. febrúar 2008 hafi verið einhvers konar vendipunktur. Í niðurstöðu Landsdóms er vitnað til minnispunkta Tryggva Pálssonar af fundinum, en þar er haft eftir Davíð: „Íslensku bankarnir í mikilli hættu og íslenskt efnahagslíf í hættu. Markaðir lokaðir (í lengri tíma en áður haldið). CDS álög afar há og sýna að bankarnir geta ekki tekið lán og lánað þau út. Telja að íslenska ríkið hafi ekki bolmagn til að bjarga og skortselja þess vegna." Þá er í dómi Landsdóms vitnað sérstaklega til skýrslu Davíðs fyrir Landsdómi um að Davíð hafi óskað eftir fundinum til að geta komið á framfæri upplýsingum um þá hættu sem hann hafi talið vera í farvatninu. Orðrétt sagði Davíð fyrir Landsdómi 6. mars 2012: „Mitt meginmarkmið eftir þessa fundi (Í Lundúnum innsk.blm) var að láta forsætisráðherra fá upplýsingar um þá áhættu sem mér sýndist vera í farvatninu." Það vekur athygli að í dómi meirihluta Landsdóms er berum orðum tekið fram að varnarorð Davíðs hafi verið rétt, en þar segir: „Af framangreindu verður ekki annað ályktað en að það mat formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sem kom fram á fundinum 7. febrúar 2008 um að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf, hafi verið rétt." (bls. 338). Síðan er í dóminum vitnað til þess að Geir hafi verið skylt að upplýsa Björgvin en þar segir: „(V)ar ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. " (bls. 372). thorbjorn@stod2.is Landsdómur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vitnisburður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, hafði mikla þýðingu fyrir sakfellingu Geirs Haarde varðandi fjórða lið ákærunnar í Landsdómsmálinu. Í dómi meirihluta Landsdóms er vitnað til „fundarpunkta" frá fundi, sem bankastjórn Seðlabanka Íslands hélt ásamt Tryggva Pálssyni 12. janúar 2008. Þar er haft eftir Davíð Oddssyni: „Dagarnir líða og við höfum vaxandi áhyggjur. Aðrar aðstæður 2006. Nú er markaðurinn lokaður í heild nema á sjúklegu verði sem gæti dæmt bankana úr leik."Íslensku bankarnir í mikilli hættu Svo virðist sem fundur sem Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen áttu með bankastjórn Seðlabankans og fleirum 7. febrúar 2008 hafi verið einhvers konar vendipunktur. Í niðurstöðu Landsdóms er vitnað til minnispunkta Tryggva Pálssonar af fundinum, en þar er haft eftir Davíð: „Íslensku bankarnir í mikilli hættu og íslenskt efnahagslíf í hættu. Markaðir lokaðir (í lengri tíma en áður haldið). CDS álög afar há og sýna að bankarnir geta ekki tekið lán og lánað þau út. Telja að íslenska ríkið hafi ekki bolmagn til að bjarga og skortselja þess vegna." Þá er í dómi Landsdóms vitnað sérstaklega til skýrslu Davíðs fyrir Landsdómi um að Davíð hafi óskað eftir fundinum til að geta komið á framfæri upplýsingum um þá hættu sem hann hafi talið vera í farvatninu. Orðrétt sagði Davíð fyrir Landsdómi 6. mars 2012: „Mitt meginmarkmið eftir þessa fundi (Í Lundúnum innsk.blm) var að láta forsætisráðherra fá upplýsingar um þá áhættu sem mér sýndist vera í farvatninu." Það vekur athygli að í dómi meirihluta Landsdóms er berum orðum tekið fram að varnarorð Davíðs hafi verið rétt, en þar segir: „Af framangreindu verður ekki annað ályktað en að það mat formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sem kom fram á fundinum 7. febrúar 2008 um að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf, hafi verið rétt." (bls. 338). Síðan er í dóminum vitnað til þess að Geir hafi verið skylt að upplýsa Björgvin en þar segir: „(V)ar ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. " (bls. 372). thorbjorn@stod2.is
Landsdómur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira