Fótbolti

Er stærð grasmottunnar á Nou Camp bara góð lygasaga?

Roberto Di Matteo stjórnar hér æfingu hjá Chelsea á Nou Camp í Barcelona í gær.
Roberto Di Matteo stjórnar hér æfingu hjá Chelsea á Nou Camp í Barcelona í gær. Getty Images / Nordic Photos
Margir fótboltasérfræðingar hafa skrifað um það á undanförnum dögum að það verði erfitt fyrir vörn Chelsea að halda aftur af sóknarþunga Barcelona á Nou Camp þar sem að heimavöllur Barcelona er mun breiðari en Stamford Bridge í London.

Það hefur verið þekkt umræðuefni að Börsungar leiki yfirleitt betur á heimavelli sínum þar sem þeir geti nýtt meiri breidd vallarins til þess að brjótast í gegnum vörn mótherja sinna. Þegar rýnt er nánar í þessi „vallarmál" kemur í ljós að grasmottan Nou Camp er aðeins 1 metra breiðari en Stamford Bridge.

Nou Camp er 105 metrar á lengd og 68 metrar á breidd, en til samanburðar er Stamford Bridge 103 m. á lengd og 67 á breidd. Ef þessum mun er deilt niður á fjóra varnarmenn þá eru þetta rétt 12,5 cm. sem getur varla talist mikill munur.

Chelsea vann fyrri undanúrslitaleikinn í Meistaradeildinni á heimavelli 1-0 þar sem að Didier Drogba skoraði eina mark leiksins. Það er mikið í húfi fyrir bæði lið. Það lið sem fer í úrslitaleikinn fær um 10 milljarða kr. í sinn hlut vegna sjónvarpstekna og frá UEFA.

Leikur Barcelona og Chelsea hefst kl. 18.45. og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Upphitun fyrir leikinn hefst kl. 18.00 þar sem að Þorsteinn J fer yfir málin með knattspyrnusérfræðingum Stöðvar 2 sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×