Körfubolti

Guardiola: Barcelona leikur til úrslita í München

Pep Guardiola þjálfari Barcelona
Pep Guardiola þjálfari Barcelona Getty Images / Nordic Photos
Barcelona og Chelsea eigast við í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Chelsea er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn sem fram fór í London. Pep Guardiola þjálfari Barcelona býr yfir miklu sjálfstrausti og í hans huga kemur ekkert annað til greina en að Barcelona leiki til úrslita í þessari keppni.

„Við klárum þetta, trúið mér. Það eru hundrað ástæður fyrir því að ég trúi á mitt lið. Leikmenn mínir ætla sér ekkert annað en að sigra Chelsea. Við munum spila úrslitaleikinn í München, það er enginn vafi," sagði Guardiola við fréttamenn í gær.

Barcelona náði ekki að rjúfa niður þéttan varnarleik Chelsea í fyrri leiknum þrátt fyrir fjölmörg tækifæri. „Við þekkjum styrk og getu Chelsea og við vitum hvað þarf að gera gegn þeim," sagði Guardiola.


Tengdar fréttir

Di Matteo: Nánast fullkomið

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, var vitanlega hæstánægður með sína menn og sigurinn á Barcelona í kvöld.

Drogba með gegn Barcelona á þriðjudaginn

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, verður með liðinu gegn Barcelona í seinni leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu, sem leikinn verður á þriðjudaginn. Drogba virðist vera við fulla heilsu eftir að hann tók þátt á æfingu liðsins í dag.

Drogba sá um Evrópumeistarana

Didier Drogba var hetja Chelsea þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Barcelona, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Terry: Ein besta frammistaða Chelsea

John Terry, fyrirliði Chelsea, var í skýjunum eftir sigur liðsins á Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Didier Drogba skoraði eina markið í 1-0 sigri Chelsea en liðin mætast aftur í næstu viku, þá í Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×