„Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ Siggeir Ævarsson skrifar 12. október 2024 21:51 Maté áhyggjurfullur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Viktor Freyr Haukar máttu sætta sig við sitt annað tap í jafnmörgum leikjum í Bónus-deild karla þegar liðið tapaði heima gegn Grindavík í kvöld, 80-92. Tapið öllu minna en gegn Hetti en Maté Dalmay, þjálfari liðsins, sá fá batamerki á leik liðsins. „Þetta var svipað bara. Batamerki á stóra kallinum okkar [Steeve Ho You Fat, sem skoraði 19 stig í kvöld]. Mér fannst hann góður gegnum allan leikinn og var að skila okkur einhverjum stigum. Mér fannst Hilmar Arnars kom með kannski það sem Birkir kom með í síðasta leik. 18-19 ára gæi sem skorar 14-16 stig.“ „En svona heilt yfir bara því miður ekki batamerki. Kannski í seinni hálfleik batamerki í vörn. Þegar vörnin okkar var allt í lagi þá setti Gigliotti fjóra eða fimm þrista í röð. Það er bara því miður mér að kenna því hann setti þá ekki í fyrra og það var í mínu leikplani að falla djúpt af honum. Ég þarf að taka það á mig. Mér fannst vörnin betri í seinni hálfleik en ef ég á að vera ótrúlega neikvæður að þegar þú ert að spila lélegustu vörn í heimi þá er ótrúlega auðvelt að sýna batamerki.“ Það eru ansi margir ungir leikmenn í liði Hauka þetta tímabilið og sýndi þeir margir hverjir ágæta spretti í kvöld. Maté vildi þó ekki meina að lykillinn að velgegni liðsins lægi í þeirra frammistöðu, heldur væru það atvinnumennirnir sem þyrftu að vinna fyrir kaupinu sínu. „Ég er ekkert ósáttur við þá. Birkir var ekki smeykur í dag, mistækari en í síðasta leik en hann þorir allavegana. Sama með Hilmi Arnars í dag. En án þess að gera lítið úr þeirra framlagi þá vinnum við ekki Grindavík nema erlendu atvinnumennirnir okkar, sem að koma hinga til að spila bara körfubolta meðan hinir tveir eru upp í FSU og Borgarholtsskóla. Þeir þurfa að bera liðið okkar. Við erum ekki með þrítuga íslenska landsliðsmenn sem lykilmenn. Við erum með stráka sem eiga sjö til tíu ár í að verða sá gæi. Þangað til horfi ég á Everage og þessa þrjá atvinnumenn til þess að vera grunnurinn í okkar sóknar- og varnarleik. Þeir voru það alls ekki í dag og alls ekki á móti Hetti. Steeve var það meira í dag.“ Maté var spurður fyrir leik hvort hann væri búinn að hugsa það lengra fram í tímann hvort hann vildi bæta fleiri leikmönnum í hópinn. Þá sagði hann að það væri ekki í kortunum en hann virðist mögulega vera búinn að skipta um skoðun, eða í það minnsta að skoða það alvarlega að skipta mönnum út. „Ég sagði hérna fyrir leik að við ætlum að vera þolinmóðir. Ég er ótrúlega óþolinmóður maður samt. Tala nú ekki um Kidda Jónasar formenn og fólkið sem er að fara að tjá sig um þennan leik. Jú jú. Við ætlum að vera þolinmóðir en þessir menn þurfa að sýna meiri gæði og í fyrri hálfleik bara áhuga líka.“ Grindavík byrjaði annan leikhluta á 13-0 áhlaupi sem virtist nánast gera út um leikinn og Maté tók undir að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið vel. „Við brotnum mjög auðvelda bara strax í byrjun. Hópur sem hefur aldrei gert neitt saman. Við höfum aldrei farið í gegnum neina erfiðleika saman sem hópur. Við erum glænýr hópur. Ungir gaurar sem hafa fæstir spilað eitthvað í úrvalsdeild blandað við erlenda menn sem hafa aldrei spilað á Íslandi. Við höfum aldrei farið í gegnum neitt mótlæti saman nema þessa tvo leiki. Vonandi, þegar við lendum ellefu stigum undir næst, þá drullum við ekki á okkur.“ Bónus-deild karla Körfubolti Haukar Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
„Þetta var svipað bara. Batamerki á stóra kallinum okkar [Steeve Ho You Fat, sem skoraði 19 stig í kvöld]. Mér fannst hann góður gegnum allan leikinn og var að skila okkur einhverjum stigum. Mér fannst Hilmar Arnars kom með kannski það sem Birkir kom með í síðasta leik. 18-19 ára gæi sem skorar 14-16 stig.“ „En svona heilt yfir bara því miður ekki batamerki. Kannski í seinni hálfleik batamerki í vörn. Þegar vörnin okkar var allt í lagi þá setti Gigliotti fjóra eða fimm þrista í röð. Það er bara því miður mér að kenna því hann setti þá ekki í fyrra og það var í mínu leikplani að falla djúpt af honum. Ég þarf að taka það á mig. Mér fannst vörnin betri í seinni hálfleik en ef ég á að vera ótrúlega neikvæður að þegar þú ert að spila lélegustu vörn í heimi þá er ótrúlega auðvelt að sýna batamerki.“ Það eru ansi margir ungir leikmenn í liði Hauka þetta tímabilið og sýndi þeir margir hverjir ágæta spretti í kvöld. Maté vildi þó ekki meina að lykillinn að velgegni liðsins lægi í þeirra frammistöðu, heldur væru það atvinnumennirnir sem þyrftu að vinna fyrir kaupinu sínu. „Ég er ekkert ósáttur við þá. Birkir var ekki smeykur í dag, mistækari en í síðasta leik en hann þorir allavegana. Sama með Hilmi Arnars í dag. En án þess að gera lítið úr þeirra framlagi þá vinnum við ekki Grindavík nema erlendu atvinnumennirnir okkar, sem að koma hinga til að spila bara körfubolta meðan hinir tveir eru upp í FSU og Borgarholtsskóla. Þeir þurfa að bera liðið okkar. Við erum ekki með þrítuga íslenska landsliðsmenn sem lykilmenn. Við erum með stráka sem eiga sjö til tíu ár í að verða sá gæi. Þangað til horfi ég á Everage og þessa þrjá atvinnumenn til þess að vera grunnurinn í okkar sóknar- og varnarleik. Þeir voru það alls ekki í dag og alls ekki á móti Hetti. Steeve var það meira í dag.“ Maté var spurður fyrir leik hvort hann væri búinn að hugsa það lengra fram í tímann hvort hann vildi bæta fleiri leikmönnum í hópinn. Þá sagði hann að það væri ekki í kortunum en hann virðist mögulega vera búinn að skipta um skoðun, eða í það minnsta að skoða það alvarlega að skipta mönnum út. „Ég sagði hérna fyrir leik að við ætlum að vera þolinmóðir. Ég er ótrúlega óþolinmóður maður samt. Tala nú ekki um Kidda Jónasar formenn og fólkið sem er að fara að tjá sig um þennan leik. Jú jú. Við ætlum að vera þolinmóðir en þessir menn þurfa að sýna meiri gæði og í fyrri hálfleik bara áhuga líka.“ Grindavík byrjaði annan leikhluta á 13-0 áhlaupi sem virtist nánast gera út um leikinn og Maté tók undir að hans menn hefðu ekki höndlað mótlætið vel. „Við brotnum mjög auðvelda bara strax í byrjun. Hópur sem hefur aldrei gert neitt saman. Við höfum aldrei farið í gegnum neina erfiðleika saman sem hópur. Við erum glænýr hópur. Ungir gaurar sem hafa fæstir spilað eitthvað í úrvalsdeild blandað við erlenda menn sem hafa aldrei spilað á Íslandi. Við höfum aldrei farið í gegnum neitt mótlæti saman nema þessa tvo leiki. Vonandi, þegar við lendum ellefu stigum undir næst, þá drullum við ekki á okkur.“
Bónus-deild karla Körfubolti Haukar Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit