Lífið

Diaz: Ég passa langbest í mitt eigið box

myndir/cover media & instyle
Leikkonan Cameron Diaz, 39 ára, prýðir forsíðu tímaritsins InStyle klædd í ljósbláan Valentino kjól. Þar ræðir hún meðal annars um ástina og barneignir.

Um tilhugalífið: Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að vera með mönnunum sem ég hef verið að hitta undanfarin ár. Aldrei! En ég elska að vera ástfangin og ástin á sér rætur frá óteljandi stöðum. Fyrir ekki alls löngu var ég í ástarsorg og þá gerði vinkona mín mér grein fyrir því að sorgin væri staðfesting á því að ég væri fær um að elska af öllu mínu hjarta.

Spurð um barneignir: Samfélagið setur pressu á konur svo þær haldi að lífið eigi að vera svona en ekki hinsegin. Ég hef aldrei nokkurn tíman haldið því fram að ég vildi ekki eignast börn - ég hef bara ekki eignast barn ennþá! Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á eftir að gera í framtíðinni. Ég gæti ættleidd eða kynnst manni sem á börn fyrir. Hver veit? Ég er ekki að reyna að passa inn í kassa hjá einhverjum öðrum. Ég passa langbest í mitt eigið box.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Cameron á LAX flugvelli og á góðgerðarsamkomu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.