Lífið

Glæsilegt myndband frá AK Extreme

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme var haldin með miklum látum eins og venjulega á Akureyri á dögunum. Keppnin heppnaðist með eindæmum vel og líkt og fyrri ár söfnuðust þúsundir saman í Gilinu á Akureyri til að fylgjast með fremstu brettaköppum landsins leika listir sínar á risapallinum sem byggður var fyrir hátíðina.

Aðstandendur hátíðarinnar létu gera myndband þar sem nokkur af eftirminnilegustu augnablikum hennar eru klippt saman. Þar er meðal annars hægt að sjá glefsur af risastökkkeppninni, "jib" keppni í miðbænum og fá innsýn í umstangið sem fylgir því að gera risapallinn í Gilinu. Til þess að hann verði að veruleika þarf að stafla upp fjölda gáma og keyra mörg vörubílahlöss af snjó fyrir brautina.

Sigurvegari keppninnar var Dagbjartur Ólafsson, sextán ára Akureyringur.


Tengdar fréttir

Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC

"Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip.

Vinnur með stjörnuteymi

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hyggst gefa út sína aðra sólóplötu í upphafi sumars. Hún var aðeins átján ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu.

Sigurinn kom mikið á óvart

Dagbjartur Ólafsson, sextán ára Akureyringur, kom, sá og sigraði á AK Extreme-snjóbrettamótinu sem fram fór á Akureyri um helgina sem leið.

Sest meiddur í dómarasætið á heimaslóðunum

„Það er frekar glatað að vera á hliðarlínunni í ár en ég er ánægður að hafa eitthvað hlutverk,“ segir snjóbrettakappinn Halldór Helgason sem sest í dómarasætið á AK Extreme snjóbrettamótinu sem hófst á Akureyri í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.