Mikilvægast að vera sýknaður í öllum helstu efnisatriðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. apríl 2012 17:14 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Geir hafi verið sýknaður í öllum helstu atriðum málsins. „Ég taldi að Geir yrði sýknaður af öllum ákæruatriðum. Ég er ekki sammála því að það sé tilefni til sakfellingar að hafa ekki haldið formlega ráðherrafundi af því að verkhefðin í öllum ríkisstjórnum hefur verið með þessum hætti," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um niðurstöður Landsdóms í máli Alþingis gegn Geir Haarde. Geir var sýknaður í þremur ákæruliðum af fjórum en sakfelldur í einum. Honum er ekki gerð refsing. Össur var andvígur ákæru gegn Geir þegar Alþingi tók ákvörðun um hana. Hann segist ekki deila við landsdóm þrátt fyrir niðurstöðu um sakfellingu í einum ákærulið. „Það mikilvægasta fyrir Geir Haarde persónulega er hins vegar sú niðurstaða að hann er sýknaður af öllum efnisatriðum ákærunnar," segir Össur. „Hann var sakaður um að hafa ekki gripið til neinna ráðstafana sem hefðu getað bægt hruninu frá. Nú liggur það fyrir svart á hvítu að landsdómur kemst einfaldlega að allt annari niðurstöðu með fullkominni sýknu um þau atriði ákærunnar," segir Össur. „Þá tel ég sömuleiðis að í því dómsorði felist að landsdómur er líka að segja að ríkisstjórnin sem Geir var oddamaður fyrir gat ekki heldur gripið til neinna aðgerða sem gátu afstýrt hruninu. Það er mikilvægt og þar með eru staðhæfingar um annað til hvílu lagðar endanlegar með þessum dómi. Allir verða að hlíta honum," segir Össur. Landsdómur Tengdar fréttir Geir sakfelldur í einum lið af fjórum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir. 23. apríl 2012 14:04 Brotið snýr að 17. grein stjórnarskrárinnar Brotið sem Geir H. Haarde er dæmdur fyrir lýtur að 17. grein stjórnarskrárinnar, að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg mál. Í dómnum er tekið fram að brotið sé framið af stórfelldu gáleysi. 23. apríl 2012 14:20 Ekki bara brot á formreglu Sú háttsemi Geirs að láta farast fyrir að hlíta fyrirmælum 17. greinar stjórnarskrárinnar um að halda ráðherrafundi um þau mikilvægu stjórnarmálefni varð ekki eingöngu til þess að brotin væri formregla, heldur stuðlaði hún að því að ekki var á vettvangi ríkisstjórnarinnar mörkuð pólitísk stefna til að takast á við þann mikla vanda, sem ákærða hlaut að vera ljós í febrúar 2008. 23. apríl 2012 16:11 Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. 23. apríl 2012 06:30 Björn Valur: Dómurinn sýnir að ástæða var til að fara í málarekstur "Ég held að dómurinn hafi sýnt fram á það, að það var full ástæða af hálfu Alþingis að fara í þennan málarekstur í samræmi við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og síðan þingmannanefndarinnar undir stjórn Atla Gíslasonar,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, í samtali við Vísi. 23. apríl 2012 15:03 Steingrímur telur að málið hafi átt erindi í Landsdóm Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. "Meira er ekki um það að segja,“ segir Steingrímur. 23. apríl 2012 16:44 Bjarni: Nær algjör fullnaðarsigur hjá Geir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir meginniðustöðu dómsins yfir Geir Haarde í dag vera þá að þeir ákæruliðir sem báru uppi umræðuna á Alþingi í aðdraganda málsins og eiga rætur að rekja til rannsóknarskýrslunar, séu þeir liðir sem Geir er sýknaður af. "Þetta eru liðirnir sem voru taldir hafa átt með fall bankakerfisins að gera.“ 23. apríl 2012 16:51 Jóhanna: Allir fegnir því að málinu sé lokið Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist telja, aðspurð um viðbrögð sín við dómi Landsdóms frá því í dag, að allir séu fegnir því að málinu sé lokið enda hafi það reynst öllum erfitt. "Þessi niðurstaða kom mér á óvart. Ég var í hópi þeirra sem taldi ekki ástæðu til að ákæra Geir H. Haarde.“ 23. apríl 2012 17:07 Geir átti að bregðast við fundi með bankastjórum Seðlabankans Á meðal þess sem Landsdómur telur að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hefði átt að gera ríkisstjórninni grein fyrir á fundi er fundur sem hann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, áttu með bankastjórum Landsbankans. Landsdómur telur að það mat Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem kom fram á umræddum fundi að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf hafi verið rétt. 23. apríl 2012 15:21 Dómurinn þríklofnaði í afstöðu sinni Dómur Landsdóms í málinu gegn Geir Haarde þríklofnaði í afstöðu sinni til málsins. Níu dómarar stóðu að meirihlutaáliti, fimm dómarar stóðu að öðru minnihlutaálitinu og Sigrún Magnúsdóttir stóð ein að hinu. Markús Sigurbjörnsson, Brynhildur Flóvenz, Eggert Óskarsson, Eiríkur Tómasson, Hlöðver Kjartansson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Viðar Már Matthíasson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson töldu öll að sýkna ætti Geir af þremur ákæruliðum en sakfella fyrir ákærulið 2. 23. apríl 2012 14:43 Inga Jóna ánægð með sýknu í þremur ákæruliðum "Ég ætla ekki að tjá mig við fjölmiðla um þetta," segir Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde, í samtali við Vísi. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum, en sá liður snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. 23. apríl 2012 15:19 Geir átti að upplýsa Björgvin um fundinn Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bar að upplýsa Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, um fund sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, og Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra áttu með bankastjórn Seðlabankans. Þetta er niðurstaða meirihluta Landsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Samkvæmt dómnum er Geir sýknaður af þremur ákæruliðum af fjórum. Hann var aftur á móti fundinn sekur um að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg málefni. 23. apríl 2012 15:58 Bein útsending frá Landsdómi á Stöð 2 og Vísi Bein útsending verður á Stöð tvö og á Vísi í dag þegar Landsdómur fellir dóm sinn yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Útsendingin hefst klukkan 13:50 og verður rætt við þau Kristínu Edwald hæstaréttarlögmann og Guðna Th. Jóhannesson áður en skipt verður yfir í dómssalinn klukkan 14:00 þegar dómurinn verður lesinn upp. 23. apríl 2012 10:26 Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur "Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. 23. apríl 2012 14:46 Geir Haarde mættur í Landsdóm - Bein útsending Einungis örfáar mínútur eru í að Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, gerir kunnugt um niðurstöðu dómsins í máli Alþingis gegn Geir. Niðurstaðan verður lesin upp klukkan tvö. 23. apríl 2012 13:41 Kjartan Gunnarsson: Dómurinn alveg út í hött "Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég harma þessa niðurstöðu. Ég tel að fella dóm yfir Geir H. Haarde og þó honum sé ekki dæmd refsing; það er alveg út í hött,“ segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og vinur Geirs. 23. apríl 2012 14:20 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
„Ég taldi að Geir yrði sýknaður af öllum ákæruatriðum. Ég er ekki sammála því að það sé tilefni til sakfellingar að hafa ekki haldið formlega ráðherrafundi af því að verkhefðin í öllum ríkisstjórnum hefur verið með þessum hætti," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um niðurstöður Landsdóms í máli Alþingis gegn Geir Haarde. Geir var sýknaður í þremur ákæruliðum af fjórum en sakfelldur í einum. Honum er ekki gerð refsing. Össur var andvígur ákæru gegn Geir þegar Alþingi tók ákvörðun um hana. Hann segist ekki deila við landsdóm þrátt fyrir niðurstöðu um sakfellingu í einum ákærulið. „Það mikilvægasta fyrir Geir Haarde persónulega er hins vegar sú niðurstaða að hann er sýknaður af öllum efnisatriðum ákærunnar," segir Össur. „Hann var sakaður um að hafa ekki gripið til neinna ráðstafana sem hefðu getað bægt hruninu frá. Nú liggur það fyrir svart á hvítu að landsdómur kemst einfaldlega að allt annari niðurstöðu með fullkominni sýknu um þau atriði ákærunnar," segir Össur. „Þá tel ég sömuleiðis að í því dómsorði felist að landsdómur er líka að segja að ríkisstjórnin sem Geir var oddamaður fyrir gat ekki heldur gripið til neinna aðgerða sem gátu afstýrt hruninu. Það er mikilvægt og þar með eru staðhæfingar um annað til hvílu lagðar endanlegar með þessum dómi. Allir verða að hlíta honum," segir Össur.
Landsdómur Tengdar fréttir Geir sakfelldur í einum lið af fjórum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir. 23. apríl 2012 14:04 Brotið snýr að 17. grein stjórnarskrárinnar Brotið sem Geir H. Haarde er dæmdur fyrir lýtur að 17. grein stjórnarskrárinnar, að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg mál. Í dómnum er tekið fram að brotið sé framið af stórfelldu gáleysi. 23. apríl 2012 14:20 Ekki bara brot á formreglu Sú háttsemi Geirs að láta farast fyrir að hlíta fyrirmælum 17. greinar stjórnarskrárinnar um að halda ráðherrafundi um þau mikilvægu stjórnarmálefni varð ekki eingöngu til þess að brotin væri formregla, heldur stuðlaði hún að því að ekki var á vettvangi ríkisstjórnarinnar mörkuð pólitísk stefna til að takast á við þann mikla vanda, sem ákærða hlaut að vera ljós í febrúar 2008. 23. apríl 2012 16:11 Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. 23. apríl 2012 06:30 Björn Valur: Dómurinn sýnir að ástæða var til að fara í málarekstur "Ég held að dómurinn hafi sýnt fram á það, að það var full ástæða af hálfu Alþingis að fara í þennan málarekstur í samræmi við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og síðan þingmannanefndarinnar undir stjórn Atla Gíslasonar,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, í samtali við Vísi. 23. apríl 2012 15:03 Steingrímur telur að málið hafi átt erindi í Landsdóm Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. "Meira er ekki um það að segja,“ segir Steingrímur. 23. apríl 2012 16:44 Bjarni: Nær algjör fullnaðarsigur hjá Geir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir meginniðustöðu dómsins yfir Geir Haarde í dag vera þá að þeir ákæruliðir sem báru uppi umræðuna á Alþingi í aðdraganda málsins og eiga rætur að rekja til rannsóknarskýrslunar, séu þeir liðir sem Geir er sýknaður af. "Þetta eru liðirnir sem voru taldir hafa átt með fall bankakerfisins að gera.“ 23. apríl 2012 16:51 Jóhanna: Allir fegnir því að málinu sé lokið Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist telja, aðspurð um viðbrögð sín við dómi Landsdóms frá því í dag, að allir séu fegnir því að málinu sé lokið enda hafi það reynst öllum erfitt. "Þessi niðurstaða kom mér á óvart. Ég var í hópi þeirra sem taldi ekki ástæðu til að ákæra Geir H. Haarde.“ 23. apríl 2012 17:07 Geir átti að bregðast við fundi með bankastjórum Seðlabankans Á meðal þess sem Landsdómur telur að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hefði átt að gera ríkisstjórninni grein fyrir á fundi er fundur sem hann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, áttu með bankastjórum Landsbankans. Landsdómur telur að það mat Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem kom fram á umræddum fundi að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf hafi verið rétt. 23. apríl 2012 15:21 Dómurinn þríklofnaði í afstöðu sinni Dómur Landsdóms í málinu gegn Geir Haarde þríklofnaði í afstöðu sinni til málsins. Níu dómarar stóðu að meirihlutaáliti, fimm dómarar stóðu að öðru minnihlutaálitinu og Sigrún Magnúsdóttir stóð ein að hinu. Markús Sigurbjörnsson, Brynhildur Flóvenz, Eggert Óskarsson, Eiríkur Tómasson, Hlöðver Kjartansson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Viðar Már Matthíasson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson töldu öll að sýkna ætti Geir af þremur ákæruliðum en sakfella fyrir ákærulið 2. 23. apríl 2012 14:43 Inga Jóna ánægð með sýknu í þremur ákæruliðum "Ég ætla ekki að tjá mig við fjölmiðla um þetta," segir Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde, í samtali við Vísi. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum, en sá liður snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. 23. apríl 2012 15:19 Geir átti að upplýsa Björgvin um fundinn Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bar að upplýsa Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, um fund sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, og Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra áttu með bankastjórn Seðlabankans. Þetta er niðurstaða meirihluta Landsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Samkvæmt dómnum er Geir sýknaður af þremur ákæruliðum af fjórum. Hann var aftur á móti fundinn sekur um að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg málefni. 23. apríl 2012 15:58 Bein útsending frá Landsdómi á Stöð 2 og Vísi Bein útsending verður á Stöð tvö og á Vísi í dag þegar Landsdómur fellir dóm sinn yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Útsendingin hefst klukkan 13:50 og verður rætt við þau Kristínu Edwald hæstaréttarlögmann og Guðna Th. Jóhannesson áður en skipt verður yfir í dómssalinn klukkan 14:00 þegar dómurinn verður lesinn upp. 23. apríl 2012 10:26 Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur "Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. 23. apríl 2012 14:46 Geir Haarde mættur í Landsdóm - Bein útsending Einungis örfáar mínútur eru í að Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, gerir kunnugt um niðurstöðu dómsins í máli Alþingis gegn Geir. Niðurstaðan verður lesin upp klukkan tvö. 23. apríl 2012 13:41 Kjartan Gunnarsson: Dómurinn alveg út í hött "Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég harma þessa niðurstöðu. Ég tel að fella dóm yfir Geir H. Haarde og þó honum sé ekki dæmd refsing; það er alveg út í hött,“ segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og vinur Geirs. 23. apríl 2012 14:20 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Geir sakfelldur í einum lið af fjórum Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir. 23. apríl 2012 14:04
Brotið snýr að 17. grein stjórnarskrárinnar Brotið sem Geir H. Haarde er dæmdur fyrir lýtur að 17. grein stjórnarskrárinnar, að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg mál. Í dómnum er tekið fram að brotið sé framið af stórfelldu gáleysi. 23. apríl 2012 14:20
Ekki bara brot á formreglu Sú háttsemi Geirs að láta farast fyrir að hlíta fyrirmælum 17. greinar stjórnarskrárinnar um að halda ráðherrafundi um þau mikilvægu stjórnarmálefni varð ekki eingöngu til þess að brotin væri formregla, heldur stuðlaði hún að því að ekki var á vettvangi ríkisstjórnarinnar mörkuð pólitísk stefna til að takast á við þann mikla vanda, sem ákærða hlaut að vera ljós í febrúar 2008. 23. apríl 2012 16:11
Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. 23. apríl 2012 06:30
Björn Valur: Dómurinn sýnir að ástæða var til að fara í málarekstur "Ég held að dómurinn hafi sýnt fram á það, að það var full ástæða af hálfu Alþingis að fara í þennan málarekstur í samræmi við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og síðan þingmannanefndarinnar undir stjórn Atla Gíslasonar,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, í samtali við Vísi. 23. apríl 2012 15:03
Steingrímur telur að málið hafi átt erindi í Landsdóm Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. "Meira er ekki um það að segja,“ segir Steingrímur. 23. apríl 2012 16:44
Bjarni: Nær algjör fullnaðarsigur hjá Geir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir meginniðustöðu dómsins yfir Geir Haarde í dag vera þá að þeir ákæruliðir sem báru uppi umræðuna á Alþingi í aðdraganda málsins og eiga rætur að rekja til rannsóknarskýrslunar, séu þeir liðir sem Geir er sýknaður af. "Þetta eru liðirnir sem voru taldir hafa átt með fall bankakerfisins að gera.“ 23. apríl 2012 16:51
Jóhanna: Allir fegnir því að málinu sé lokið Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist telja, aðspurð um viðbrögð sín við dómi Landsdóms frá því í dag, að allir séu fegnir því að málinu sé lokið enda hafi það reynst öllum erfitt. "Þessi niðurstaða kom mér á óvart. Ég var í hópi þeirra sem taldi ekki ástæðu til að ákæra Geir H. Haarde.“ 23. apríl 2012 17:07
Geir átti að bregðast við fundi með bankastjórum Seðlabankans Á meðal þess sem Landsdómur telur að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hefði átt að gera ríkisstjórninni grein fyrir á fundi er fundur sem hann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, áttu með bankastjórum Landsbankans. Landsdómur telur að það mat Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem kom fram á umræddum fundi að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf hafi verið rétt. 23. apríl 2012 15:21
Dómurinn þríklofnaði í afstöðu sinni Dómur Landsdóms í málinu gegn Geir Haarde þríklofnaði í afstöðu sinni til málsins. Níu dómarar stóðu að meirihlutaáliti, fimm dómarar stóðu að öðru minnihlutaálitinu og Sigrún Magnúsdóttir stóð ein að hinu. Markús Sigurbjörnsson, Brynhildur Flóvenz, Eggert Óskarsson, Eiríkur Tómasson, Hlöðver Kjartansson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Viðar Már Matthíasson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson töldu öll að sýkna ætti Geir af þremur ákæruliðum en sakfella fyrir ákærulið 2. 23. apríl 2012 14:43
Inga Jóna ánægð með sýknu í þremur ákæruliðum "Ég ætla ekki að tjá mig við fjölmiðla um þetta," segir Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde, í samtali við Vísi. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum, en sá liður snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. 23. apríl 2012 15:19
Geir átti að upplýsa Björgvin um fundinn Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bar að upplýsa Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, um fund sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, og Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra áttu með bankastjórn Seðlabankans. Þetta er niðurstaða meirihluta Landsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Samkvæmt dómnum er Geir sýknaður af þremur ákæruliðum af fjórum. Hann var aftur á móti fundinn sekur um að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg málefni. 23. apríl 2012 15:58
Bein útsending frá Landsdómi á Stöð 2 og Vísi Bein útsending verður á Stöð tvö og á Vísi í dag þegar Landsdómur fellir dóm sinn yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Útsendingin hefst klukkan 13:50 og verður rætt við þau Kristínu Edwald hæstaréttarlögmann og Guðna Th. Jóhannesson áður en skipt verður yfir í dómssalinn klukkan 14:00 þegar dómurinn verður lesinn upp. 23. apríl 2012 10:26
Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur "Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. 23. apríl 2012 14:46
Geir Haarde mættur í Landsdóm - Bein útsending Einungis örfáar mínútur eru í að Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, gerir kunnugt um niðurstöðu dómsins í máli Alþingis gegn Geir. Niðurstaðan verður lesin upp klukkan tvö. 23. apríl 2012 13:41
Kjartan Gunnarsson: Dómurinn alveg út í hött "Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég harma þessa niðurstöðu. Ég tel að fella dóm yfir Geir H. Haarde og þó honum sé ekki dæmd refsing; það er alveg út í hött,“ segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og vinur Geirs. 23. apríl 2012 14:20