Lífið

Nýr Trúbador FM957 krýndur

Eyjapeyjinn Elías Fannar var krýndur nýr Trúbador FM957á föstudagskvöldið.
Eyjapeyjinn Elías Fannar var krýndur nýr Trúbador FM957á föstudagskvöldið.
Nýr Trúbador FM957 var krýndur síðastliðið föstudagskvöld. Hann heitir Elías Fannar og er úr Vestmannaeyjum.

Trúbadorakeppni FM957 hefur verið haldin um nokkurra ára skeið og var þetta árið haldin með pomp og prakt á sportbarnum Úrilla Górillan.

Um 15 keppendur tóku þátt í áheyrnarprufum sem fram fóru sunnudaginn 15.apríl og svo kepptu 10 atriði á úrslitakvöldinu sl. föstudag.

Atriðin voru hver öðru flottari og var því ekki auðvelt verk dómnefndar að ákveða sigurvegarann.

Þessi 22 ára eyjapeyi hlaut glæsileg verðlaun en þau voru hágæða upptökuhljóðkort frá Hljóðfærahúsinu, 4klst í upptökustúdíói Hljóðver.is og síðast en ekki síst, flottan samning við útvarpsstöðina FM957 en Elías Fannar um taka t.d. þátt í sumartúr FM um landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.