Lífið

Myndbandið unnið upp úr sjónvarpsmynd frá 1987

Lagið Tenderloin með hljómsveitinni Tilbury hefur hlotið mikið lof meðal íslenskra tónlistaráhugamanna sem segja frumraun sveitarinnar lofa góðu um framhaldið.

Hljómsveitin hefur nú gefið út myndband við Tenderloin og vekur það mikla lukku. Myndbandið er unnið upp úr sjónvarpsmynd Viðars Víkingssonar, Tilbury frá árinu 1987, en hún er byggð er á samnefndri smásögu eftir Þórarinn Eldjárn. Nafn hljómsveitarinnar er einmitt vísun í smásöguna og umrædda stuttmynd. Klipping og vinnsla var í höndum 10.000 milligrömm.

Söngvari Tilbury er trommarinn Þormóður Dagsson sem lék áður með hljómsveitunum Skakkamanage, Jeff Who? og Hudson Wayne. „Þetta byrjaði vorið 2010, þá hafði ég sagt mig úr öllum hljómsveitunum sem ég spilaði með og farinn að stunda meistaranám. Ég varð þó eitthvað eirðarlaus og samdi nokkur lög fyrir sólóverkefni mitt, Formann Dagsbrúnar,“sagði Þormóður í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.

„Þegar ég ákvað loks að taka upp lögin vantaði mig hljóðfæraleikara með mér og þá fór þetta fyrst á skrið," útskýrir Þormóður. sem fékk til liðs við sig þá Kristinn Evertsson, Arnar Eldjárn, Guðmund Óskar og Magnús Tryggvason Elíasen og úr varð hljómsveitin Tilbury.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.